Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 29

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 29
og náms í nokkrum sérskólum. En frá skyldunámi getur leiðin einnig legið til gagnfræðaprófs og þaðan til ýmissa átta. — Er ekki vandi fyrir svo ungt fólk að velja? — Jú, víst er svo. Val menntunar og lífsstarfs eru mikilsverðar ákvarð- anir, þar er verið að velja fyrir lífið. Fæstir unglingar hafa til þess þroska um 15 ára aldur að ákveða lífsstarf sitt. Vilji þeirra er lítt mótaður, þekking á eigin hæfileikum óljós og kunnugleiki á atvinnulífi takmarkað- ur. Þeim er því nauðsyn á að halda sem flestum leiðum opnum svo lengi sem þess er kostur og þeir hafa enn ekki tekið fullnaðarákvörðun um nám og starf. Sá, sem velur mennta- skólanám, heldur mjög mörgum leið- um opnum, en það verður auðvitað alltaf nokkuð takmarkaður hópur, sem gengur þá braut, því að mörgum hentar það nám ekki. Landspróf, gagnfræðapróf og stúdentspróf eru stöðvar á námsbrautinni, þar sem naumast verður komizt hjá að taka ákvörðun um framtíðarnám og störf. Á þessum vegamótum skortir marga þekkingu á sumum þeim menntaleið- um, sem þá kunna að vera þær heppi- legustu, og svo er einnig um atvinnu- líf þjóðarinnar og ýmsar þær kröfur, sem þar eru gerðar til einstaklinga um nám og starf. — Hvað getur þú ráðlagt þessu unga fólki? — Það er nauðsynlegt, að unga fólkið geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra ákvarðana, sem þarna er um að ræða og það verður að taka. — Að það búi sig sem bezt undir að taka þær með því að afla sér upplýsinga um allt, er snertir valið sjálft. Um- ræður innan f jölskyldunnar eru mikil- vægar. Þá er eðlilegt, að unglingarnir leiti til kennara sinna og skólastjóra um leiðbeiningar og aðstoð. Nokkrir kennarar hafa sérhæft sig í starfs- fræðslu og hafa öðrum fremur þekk- ingu á þessum málum. Fleiri geta komið til gieina eða allir þeir, sem treysta má til að gefa holl ráð af þekkingu og velvild. Það er því miður allt of algengt, að í þessum efnum séu teknar skyndi- ákvarðanir, sem stundum reynast miður vel. Á þessu stigi er ungling- urinn oft ekki þroskaðri en svo, að stundartilfinningar skipa öndvegið, án alis raunsæis. í dagdraumum sín- um sér hann flest það, sem löngun hans stendur til, í rósrauðum bjarma, en tilfinningarnar eru viðkvæmar og kvikar. Einn góðan veðurdag er allt breytt, nýjar langanir hafa gert vart við sig, og hið fyrra er þá talið eins- kis virði, en þá er ef til vill búið að eyða heilu ári eða meira í undirbún- ing að því, sem nú er ekki lengur eftirsóknarvert. — Áður fyrr var það algengt, að faðir ætlaðist til þess, að sonur sinn gengi sömu slóð og hann. Er það sjónarmið enn þá ríkjandi? — Ég held ekki, að foreldrar telji þetta sjálfsagt nú á dögum, en hitt er mjög eðlilegt, að þeir óski þess stundum, að svo geti orðið. Á það einkum við, þar sem um er að ræða atvinnurekstur, t. d. búskap, verzlun eða því um líkt. Og vel má vera, að frá sjónarmiði þjóðfélagsins væri gott, ef svo mætti verða oftar en nú FORELDRABLAÐIÐ 27

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.