Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 32

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 32
fleiri kennara, og munu þó margir þeirra reynast vel dugandi. — Það kann að vera. En ég hef þá reynslu frá mínum barnaskólaár- um, að ég tel mér óhætt að fullyrða, að það hafði góð áhrif á okkur, nem- endurna, að vita, að kennarinn fylgd- ist með öllu, sem við gerðum. Við fengum verkefnabækur okkar leið- réttar af honum og stundum fylgdu athugasemdii' eða skýringar. Þetta var mér a. m. k. hvatning til þess að leggja mig fram um að gera mitt bezta. — Gott og vel. En getur ekki skeð, að kennari drengsins þíns hafi slík áhrif á börnin eftir einhverjum öðr- um leiðum. — Því miður verð ég að svara því neitandi, ef ég má nokkuð marka það, sem minn drengur segir og sýnir mér. Skal ég reyna að skýra það nánar. Þegar námið fór að þyngjast í 3. og þó einkum í 4. bekk, varð mér ljóst, að ekki var allt sem skyldi. Þetta kom fyrst fram í reikningnum. í 3. bekk höfðu börnin reikningsbók eftir Jón- as B. Jónsson. f þeirri bók er mesti fjöldi dæma. Sum börnin voru miklu dugmeiri en önnur, þau komust langt á undan og bilið lengdist stöðugt, virtist mér. Þessi bók mun vera þann- ig úr garði gerð, að börnin eigi að geta bjargað sér sjálf, en ekki þarf þó mikið til, svo að þau lendi í blind- götu. Þannig fór fyrir syni mínum, og hann varð miður sín, af því að hann missti trúna á að hann gæti reiknað. Þegar kom í 4. bekkinn, fengu börn- in aðra reikningsbók, mjög ólíka að gerð og uppbyggingu. Og nú fór jafn- vel enn verr. Kennarinn fór yfir dæmin í tímum — einnig það, sem reiknað var heima — skrifaði rétt svör á töfluna, og áttu börnin svo að fara yfir hvert hjá öðru. — Má ég spyrja, áttu börnin að leiðrétta dæmin hvert hjá öðru? — Nei, þau merktu aðeins við eftir því, hvort dæmi var rétt eða rangt. Og þegar drengur minn hafði reikn- að 7 eða 8 blaðsíður, og öll dæmin voru rangt reiknuð, leizt mér ekki á blikuna. Hann vissi auðvitað sjálf- ur, að þetta var svona, en gat ekki að gert, því að hann vantaði það, sem til þurfti, nefnilega kunnáttuna. Sennilega hefur kennarinn ekki vit- að, hvernig ástandið var þarna. Það hefði hins vegar ekki farið fram hjá honum, ef hann hefði sjálfur tekið bókina og athugað hana. Ég tók mig nú til og ræddi þetta við kennarann. Hann bar ekki á móti því, að svona kynni að vera ástatt, en sagðist ætl- ast til þess af börnunum, að þau kæmu og spyrðu sig, ef þau skildu ekki reikninginn. Nú, þetta virðist ekki ósanngjarnt, en börn eru mis- jöfn. Sonur minn er hlédrægur og óframfærinn, og einhvern veginn fór það svo, að hann notaði sér ekki þenn- an möguleika, og áreiðanlega var hann ekki einn um það í bekknum. Ég bað kennarann að líta betur eft- ir honum í reikningi. Tók hann því vel, en vildi hins vegar ekki ræða kennsluaðferðir sínar, virtist mér. Nokkru síðar komst ég að því, að hann fór að láta börnin fylgjast bet- ur að í rei'kningi, enda fór allt að ganga betur fyrir mínum dreng. En frágangur á skriflegum reikningi og 30 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.