Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 35

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 35
ég, að það hafi annað hvort verið yfir- kennarinn eða skólastjórinn, er hlupu í skarðið. Þeir munu báðir vera traustir kennarar, svo að aginn fer ekki út um þúfur, en á því gæti verið nokkur hætta, ef lítt reyndur kenn- ari settist við stýrið. En skólastjór- inn hlýtur að þekkja þarna nokkuð til, og er það gott, ef maður þyrfti við hann að ræða eða biðja um lag- færingar á einhverju. — Já, en þér mun það ljóst, að þetta sem fólk orðar svo: að ,,tala við skólastjóra“ og þýðir venjulega, að sá, sem óskar eftir slíku viðtali, hefur undan einhverju að kvarta, það ber ekki alltaf árangur. Þótt skólastjóri skilji, hvað að er og hafi vilja til að bæta úr, er ekki alltaf hægt um vik. Ekki getur hann sagt við kennara, sem undan er kvartað, að hann skuli hypja sig, enda er engin trygging fyrir því, að allt lagist, þótt nýr kennari taki við. Maður veit alltaf hverju sleppt er en ekki hvað maður hreppir. Og ár- angurslaust er venjulega að vanda um við kennara, sem kominn er til aldurs og þá oft staðnaður í starfs- háttum. Þótt hann sé af vilja gerður, á hann örðugt með að breyta veru- lega til. — Ég geri mér það ljóst, og því hef ég ekki kvartað við skólastjóra. Hins vegar hef ég dirfst að gera mín- ar athugasemdir við kennarann. Hann hefur ekki tekið þeim illa, en virð- ist hafa tröllatrú á sínum aðferðum, og honum finnst sennilega, að ég og mínir líkar 'berum lítið skyn á þessi mál. — Og nú líður að því, að þú send- ir fleiri börn í skólann. Ertu ekki full eftirvæntingar ? — Jú, það er ég. En það er mér ljóst, að þá geta önnur vandamál komið fram. Börn eru ólík, þótt syst- kin séu og kennarar ólíkir. Ég hef gagnrýnt nokkuð kennara drengsins míns, en að vísu einnig getið kosta hans. Vera má, að ég eigi eftir að læra að meta kostina meir, ef svo skyldi nú til takast, að næsta barn mitt lendi hjá kennara, sem litla stjórn hefur, og getur ekki af þeim sökum notið annarra hæfileika sinna og orðið nemendum sínum að því liði, sem þyrfti. Ég þykist vita, að slíkt fyrirfinnist í flestum skólum. — Ég þakka þér spjailið. Þú munt fúslega viðurkenna, að um kennara sem aðra gildir hið fornkveðna: Hver hefur sér til ágætis nokkuö. FORELDRABLAÐIÐ 33

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.