Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 38
Þd dtti mdlið
í vök
að verjast
Fyrir nær hálfri annarri öld ritaði
Baldvin Einarsson í tímarit sitt, Ár-
mann á Alþingi þetta um málið:
I Reykjavík hrakar málinu æ meir,
bæði vegna þess, að þeir flestu inn-
búar hennar tala útlenda tungu, og
líka hins, að menn láta sér í léttu
rúmi að viðhalda sínu eigin móður-
máli. Gengur ræktarleysi það svo mjög
úr hófi, að sumum þykir hinn mesti
frami í að sletta dönskum glósum,
hversu bjagaðar sem þær eru. Flýt-
ur þar af, að sumir truflast þannig
með öllu í málunum, að þeir kunna
hvorki á íslenzka né danska tungu að
mæla. En það væri hin mesta skömm,
ef vér nú týndum móðurmálinu, þess-
um gimsteini, sem forfeðurnir hafa
nú varðveitt í landinu lengur en um
900 ár, og eftirlátið eftirkomendum
til ævinlegrar minningar um uppruna
þjóðarinnar og hennar forna heiður.
Er afturför í tungumálunum jafnan
samfara afturför í hugarfari og vel-
gengni sjálfra þjóðanna, þeirra, er
þau mæla.
Vildu menn athuga þetta, mundi al-
menningur leggja meiri alúð á að við-
halda móðurmálinu, og hver þykjast
öðrum frernri, er það kynni betur.
Mundu þá færri bögumæli heyrast í
landi voru og málið bráðum ná sér
aftur.
Allir vita, að málið náði sér. Það
var þjóðargæfa. Er það oft þakkað
Fjölnismönnum, og vissulega áttu
þeir þar gildan þátt. En Baldvin var
fyrirrennari þeirra, og þarna greip
hann á kýlinu. Þá má ekki heldur
gleyma þeim Hallgrími Seheving og
Sveinbirni Egilssyni, lærifeðrum
þeirra Fjölnismanna á Bessastöðum.
Og loks var það Stefán Gunnlaugsson,
sem gaf út fyrirmæli um það árið
1848, að íslenzka skyldi töluð og
rituð í íslenzkum bæ.
Það hefur stundum verið talað um
það sem kraftaverk, að unnt skyldi
vera að bjarga íslenzkunni á þess-
um tíma, en þess er að gæta, að þá
lifði aðeins lítill hluti þessarar fá-
mennu þjóðar í Reykjavík. Mestur
hluti Islendinga var sveitafólk, og
meðal þess lifði kjarni málsins, þar
var lind tungunnar lítt grugguð.
Er málið í hættu nú ? Ég tel, að svo
sé og þykist hafa fyrir því nokkur
rök. Þau verða þó ekki rakin hér.
Spurningunni er aðeins varpað fram
til umhugsunar, og getur hver reynt
að finna við henni svör og rökstyðja
þau. E. St.
36 FORELDRABLAÐIÐ