Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 40

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 40
Barnið og heimurinn Hvernig á heimur okkar að vera? Hann þarf að vera barninu ákjósan- leg vistarvera. Ef hann er það ekki, þá er hann vondur heimur. Ef hann er barninu hinn bezti dvalarstaður, þá er hann góður heimur. Þetta er hinn rétti mælikvarði á heiminn og alla menningu manna. Virðið fyrir ykkur ungbarnið, sem hjúfrar sig upp að móður sinni. Svip- ur þess er hreinn, fallegur og sak- leysið sjálft. Það treystir móður sinni Þeir eru nú fullorðnir menn og hefur hver gengið sina götu. og bíður þess að læra af foreldrum sínum og öðrum allt, sem því er nauð- synlegt til vaxtar og sannrar far- sældar. Og því finnst sem hinn hlýi og góði móðurfaðmur muni ekki geta sleppt sér út í kaldan og háskalegan heim. Þegar þetta er athugað og hugleitt einlæglega, þá skiljum við hvert æðsta hlutverk okkar allra er. Það er, að gera heiminn að hinum ákjósanleg- asta dvalarstað, að vermireit fyrir sálarþroska barnsins og góða líkams- líðan. Að þessu ber okkur öllum að keppa, að breyta heiminum í góðan manna- bústað, heppilegan fyrst og fremst barninu. En nú höfum við ekki all- an heiminn í hendi okkar, en við höf- um okkar litla heim — heimilið — að miklu leyti í hendi okkar, og sá litli heimur breytir heiminum öllum smátt og smátt. Hvert þjóðfélag, sem á nægilega mörg góð heimili, er far- sælt þjóðfélag, og heimur, sem á nægilega mörg góð þjóðfélög, verð- ur góður heirnur — heppilegur heim- ur barninu. Pétur Sigurðsson. 38 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.