Vikan


Vikan - 21.01.1982, Page 34

Vikan - 21.01.1982, Page 34
Texti: Guðfinna Eydal Svefn og draumar barna Frá alda öðli hafa menn haft áhuga á draumum og svefni. Þessi fyrirbrigði sem eru órjúfanlega tengd hafa bæði vakið undrun og ótla. Menn hafa reynt að útskýra þau bæði með /yfirnáttúr- legum útskýringum og vísindalegum rannsóknum. Fólk er mismunandi mikið upptekið af draumum sinum. Sumir hugsa mikið um drauma og halda þvi gjarnan fram að þeir muni allt sem þá dreymir. Aðrir geta haldið því frant að þá dreymi ekkert langtímum saman. Og enn er til fólk sem heldur þvi fram að það sé berdreymið og að draumar þess hafi margoft sagt til um ókomna atburði. Vitað er að ýmiss konar geðkvillar hafa áhrif á svefn og drauma barna sem fullorðinna. Margar milljónir manna víðs vegar um heim taka róandi lyf og svefnlyf til þess að fá„rólega nótt". Börnum eru einnig stundum gefin róandi lyf til þess að hafa áhrif á svefn þeirra. Svefnleysi og draumalitlar eða draumlatfsar nætur eru algengar hjá þeim sem eru haldnir þunglyndi og halda margir þunglyndissjúklingar því fram að þeir hafi ekkert getað sofið vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman. Svefn og draumar hafa verið rannsakaðir i mörg ár. Vísindamenn hafa komist að ýmsu um þessi fyrir- brigði en stöðugt fara fram flóknari og nákvæmari rannsóknir á svefni og draumum. Svefn Allar breytingar á svefnástandi koma fram i miðtaugakerfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt er að greina á milli tveggja legunda svefns. Þessar tegundir eru tiefndar REM-svefn og ekki REM- svefn. REM merkir „Rapid Eye Movement" og þýðir að augun hreyfast hratt undir augnlokunum á meðan sofið er. Menn sofa REM svefni þegar þá dreymir. Báðar tegundir REM-svefns þróast i fósturlifi. Það er því vitað að maðurinn býr yfir skilyrðum til að geta dreymt þegar fyrir fæðingu. Það þykir hins vegar ósennilegt að ungbörn dreymi i þeim skilningi sem fullorðnir leggja i orðiö draum. Fullvíst er þó talið að ungbörn verði fyrir vissum skynhrifum sem minna á draumkennt ástand. Draumar lítilla barna eru yfirleitt liflegri en draumar fullorðinna og álitið er að draumar þeirra einkennist meira af ákveðnum myndum með miklu minna táknrænu innihaldi en draumar full- orðinna. Mismunandi svefnástand Fyrsta æviár mannsins einkennist meira af REM-svefni en nokkurt annað timabil i ævi mannsins. Um fimmtiu prósent af þeim tima sem ungbarn sefur er REM-svefn. Þetta svefnástand minnkar þegar mikið á fyrsta ári og hjá ungu fólki nær REM-svefn yfir tuttugu til tuttugu og fimni prósent af svefn- tímanum. Fljá fólki milli sextugs og sjötugs nær REM svefn yfir um fimmtán prósent af svefntímanum. Undir eðlilegum kringumstæðum kemur REM-svefn fyrir fjórurn til fimm sinnum á nóttu. Lengd þessa svefn- ástands lengist þegar liður á nóttina og rétt áður en vaknað er getur REM- svefninn varað í um það bil klukkutíma. Draumar leysa oft erfiða hluti í svefni er unnið úr reynslu, hugsunum og þeim áhrifum sem maðurinn verður fyrir i vöku. Margir álíta að draumar séu alveg nauðsynlegir til þess að maðurinn geti haldið 8 heilsu sinni. Visindamenn hafa ■ ieys« því fram að draumar vinni úr og ,|-, rauninni mörg vandamál dagltí8s ^ sem annars gætu reynst mannip ofviða. Flver einstaklingur verðtú svo ótal mörgum áhrifum a hverjum að útilokað er fyrir hann u vinna úr þeim til fullnustu. Drauú111 . leg'' getur leyft að því sem er óþ®B . hleypt inn i næstum hvaða búninS' „ eit>s” er. 1 daglegu lifi og vöku setur - ^ lingurinn þau áhrif sem hann ■’(,,|i fyrir í vissan skipulegan rok Flann þolir ekki að áhriti'1 . óreiðt1 ; hann verður fyrir séu i -„ii skipulagslaus. í draumi er ma 1 (g ekki háður skipulagi og rö^r 34 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.