Vikan


Vikan - 21.01.1982, Side 44

Vikan - 21.01.1982, Side 44
Litiðíbarm 18. Hver er uppáhaldsbrandarinn þinn? Unnur: Það er alvörubrandari: Það var þegar ég kenndi dans, 4-6 ára hóp, í forföllum Hermanns Ragnars, og ein lítil stúlka, fjögurra ára, hélt því stíft fram við móður sína að mamma hans Hermanns hefði kennt. Hermann Ragnar: Skotabrandari. 19. Hvaða matur finnst þér bestur? Unnur: Steiktar íslenskar rjúpur. Hermann Ragnar: Lambahryggur með brúnuðum kartöflum og sósu. 20. Hver er eftirlætisdrykkur þinn? Unnur: Kaffi með mjólk út í. Hermann Ragnar: Gvendarbrunnavatn, ískalt úr krananum. 21. Hver er besta sjónvarpsauglýsing sem þú manst? Unnur: Akai. Hermann Ragnar: Auglýsing frá gíró- þjónustunni. 22. Hvernig og hvert viltu helst ferðast? Unnur: Núna í augnablikinu langar mig helst að ferðast með skemmtiferðaskipi og sigla um heimsins höf (til dæmis Karíba- haf). Hermann Ragnar: Á skipi milli staða í Suður-Ameriku. 23. Hvernig myndir þú helst kjósa þér ævikvöldið? Unnur: Að hafa góða heilsu svo ég gæti notið þess að eiga góðan mann og góða fjölskyldu. Sem sagt í faðmi fjöl- skyldunnar. Hermann Ragnar: í sama umhverfi og ég er núna með maka minn sem lengst mér við hlið. 24. Lífsmottó: Unnur: Lífsmottó mitt er að vera jákvæð og líta björtum augum á framtíðina. Einnig að muna að Palli er ekki einn í heiminum. Hermann Ragnar: Lifa lífinu lifandi og hafa mikið fyrir stafni. 44 Vikan 3.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.