Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 19
Bókmenntakeppni
LANDNEMANS
Landneminn boðar hérmeð tll verðlaunasamkeppni
um bezta bókmenntaverk islenzks höfundar innan
35 ára aldurs. Keppnin nær til þeirra sex greina, sem
taldar eru undir liðnum Bókmenntir í alþjóðlegu list-
keppninni. Sá, sem hlutskarpastur verður, fær í
verðlaun
ókeypis för á 5. heimsmót œskunnar
•sem haldið verður í Varsjá 31. júlí—14. ágúst n.k.
Bókmenntakeppni Landnemans er jafnframt undir-
búningskeppnl alþjóðlegu listkeppninnar, og verða þau
yerk, sem dómnefndln telur til þess hæf, send til úr-
^litakeppni í Varsjá. Er þannlg tryggt, að einn þátt-
takendanna i bókmenntakeppninni hljóti ókeypis för
i Varsjármóttð, og möguleikl á, að þeir verði fleiri.
Handrlt skulu vera á íslenzku, en höfundar þeirra
v'erka, sem dæmd verða hæf til úrslitakeppninnar, verða
síðar að láta þýða þau á eltthvert þeirra tungumála,
sem tiltekin eru I reglum alþjóðlegu iistkeppninnar.
Þegar íslenzka dómnefndln hefur lokið störfum, verða
birt nöfn þessara verka, dulnefnl höfunda og fyrlrmæll
um, hvert þeim beri að senda þýðingar sínar, fyrir
hvaða tíma o.s.frv.
Dómnefnd Skipa Jóhannes úr Kötlum, skúld, Krist-
lnn E. Andrósson, magister og Þorsteinn Valdimarsson,
skáld.
Handrit skulu send i ábyrgðarpósti til Lamlnemans.
l'órsgötu 1, Koykjavík fyrir 16. maX n.k.
Reglur keppninnar eru hinar sömu og alþjóðlegu
Ilstkeppninnar, nema hvað handrit skulu aðeins vera
á islenzku fyrst um sinn, sem fyrr seglr.
Landneminn
Tilkynning frá Alþjóðasamvinnunefnd
íslenzkrar œsku um þátttöku
islenzkra listamanna í
ALNÓBLEGU
LISTKEPPNINNI
k lþjóðasamvinnunefnd islenzkrar æsku vill vekja
-íi-athygli ungra listamanna á tilkynningu, í þessu
hefti Landnemans um alþjóðiega listkeppni, sem efnt
verður til í sambandi við 5. heimsmót æskunnar.
Undirbúningskeppni fer íram í hverju Jandi, og
skipuleggur Samvinnunefndin hana hérlendis í öllum
listgreinum nema bókmenntum.
Islenzk dómnelnd skipuð kunnáttumönnum i hverri
grein mun dæma um þau listaverk, sem til keppni
berast, og ákveður hún, hvaða verk skuli send til úr-
slitakeppni í Varsjá. Islenzka dómnefndin er ekki full-
skipuð enn, en nöfn nefndarmanna verða tilkynnt 1
blöðum eða útvarpi innan skamms.
Þelr listamenn íslenzkir, sem hug hafa á þátttöku
í keppninni, skulu hafa sent listaverk sín til
Alþjóðasamvinnunefndar íslenzkrar œsku,
Þingholtsstrœti 27, Reykjavík,
í siðasta lagi 15. maí n.k.
Reglur íslenzku undirbúningskeppninnar eru hlnar
sömu og alþjóðlegu úrslltakeppninnar.
Alþj óðasam vinnunef nd
íslenzkrar œsku.