Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 12

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 12
Helgi Kristinsson: l»i*jií kvæöi I>egar I>ú varst ungnr miðaðist mat þitt á peningum við verð á sætgæti, eina sorg þín var að vera eklci fullorðinn og þú sagðir oft: Bara að ég væri stðr. Níi ir.vslir lífsbarattan brosið á vörum þinum <>i'. Þú mælir í hljóði: Bara að ég væri barn, l'ví sonur l'iini kemur heim sigrandi hctja úr áflogum dagsins, föt hans cru rifin en I'hu kosta pcninga. Eins og orka þín þrýtur svo gleymist þér ailt sem þú lærðtr. l'i'i komst og heilsaðir þcr óafvitandi og þannig kvcður þú einnig og ferð. En hamingja þín er í því fólgin að sannfæra sjálfan þig um að eyðingin sé eilífð og blekkingin sannleikur. Þ J Ó Ð V í S A úr ævintýralciknum Fjallið eina. Inni I hamrinum álfadísin bjó oft um bjartar vornætur hörpuna sló, seiðmagnaðir tónar bárust langt um lönd og sjö. I Til sin vildi hún seiða ungan svein, svipurinn var lokkandi og bros úr augum skein, tæplega mun föngulegri fundizt hafa nein. LHIa álfadísin gæfuveginn gekk, gjörfilcgur hrokkinkollur ást til hennar fékk og í kvöld hún skartibúin situr brúðarbckk. stóri salur bergmálaði af fagnaðar- látum. Hermaður klifraði upp. Andlit hans var fölt og toginleitt. „Félag- ar", hrópaði hann. „Eg kem frá rúmensku vígstöðvunum og ég segi ykkur, því að nú liggur á: það verð- ur að semja frið. Frið strax! Við munum fylgja hverjum þeim, sem gefur okkur frið, hvort sem það verða bolsévíkarnir eða nýja stjórnin. Frið! Við á vígstöðvunum getum ekki barizt lengur. Við getum hvorki barizt gegn Þjóðverjum né Rússum —." Að því búnu stökk hann ofan, og mannfjöldinn sem tróðst, fór að skvaldra, og skvaldrið varð að reiði- ópum, þegar næsti ræðumaður, mensjevískur „varnarliði", reyndi að segja, að stríðið yrði að standa, unz bandamenn sigruðu. „Þú talar eins og Kerenskí!" hróp- aði óhefluð rödd. Dómfulltrúi mælti með hlutleysi. Þeir hlustuðu á hann, og tautuðu fyrir munni sér og fundu, að hann var ekki af þeirra sauðahúsi. Aldrei hef ég séð menn, sem strituðust eins við að skilja og ákveða. Þeir stóðu grafkyrrir og í svip þeirra var eins- konar hræðileg ákefð. Svitinn bog- aði af þeim. Þetta voru heljarmenni með sakleysisleg, björt barnsaugu og hetjuandlit. Nú talaði bolsévíki úr þeirra eigin röðum; ofsafullur og þrunginn hatri. Þeim fannst ekkert meira til hans koma en hinna. Hann var ekki að Iþeirra skapi. Augnablik hóf hann þá upp yfir hinn vanalega hugsana- gang og vakti þá til meðvitundar um ábyrgð þeirra gagnvart Rúss- landi, sósíalismanum, heiminum, eins og á þeim ylti, hvort byltingin lifði eða dæi. Ræðumaður kom eftir ræðumann. Þeir kappræddu, en ýmist varð dauðaþögn eða fagnaðar- og reiði- hróp gullu við: eigum við að hrökkva eða stökkva? Kanjúnoff talaði aftur, sannfær- andi og hrífandi. En var hann ekki liðsforingi og „varnarliði", hversu mjög sem hann ræddi um frið. Þá kom verkamaður frá Vasilí Ostroff. Honum var heilsað meo þessum orð- um: „Ætlar þú að gefa okkur frið, verkamaður?" Nærri okkur voru menn, sumir liðsforingjar, sem mynduðu klíku til að fagna tals- mönnum hlutleysisins. Þeir hrópuðu í sífellu: „Kanjúnoff! Kanjúnoff!" og blístruðu móðgandi, þegar bolsé- víkarnir reyndu að tala. Skyndilega fóru nefndarmennirnir og liðsforingjarnir á þakinu að ræða eitthvað af miklum móði og handa- pati. Álheyrendur heimtuðu að fá að vita hvað nú væri komið upp á teninginn og mannfjöldinn gekk eins og í bylgjum. Hermaður sleit sig lausan af liðsforingja og rétti upp hönd. „Félagar!" hrópaði hann. „Félagi Krylenko er kominn og vill ávarpa ökkur." Svo gullu við fagnaðarlæti, blístur og hrópin: „Haltu áfram! Haltu áfram! Niður með hann!" En þegar sem hæst stóð klöngraðist þjóðfulltrúi hermálanna upp á vagn- inn; honum var hjálpað og honum var hrint. Hann rétti úr sér andar- tak, gekk svo að byssuturninum og leit í kringum sig brosandi. Hann var maður stuttur og digur, lágur til hnésins, berhöfðaSur. Engin virðing- armerki voru á einkennisbúningnum hans. Klíkan, sem næst stóð, æpti nú allt hvað af tók: „Kanjúnoff! ViS viljum Kanjúnoff! Niður með hann! Þegiðu! Niður með svikarann!" Mönnum hitnaði í hamsi. Svo fóru þeir að hreyfa sig og féllu á okkur eins og snjóflóð. Risavaxnir menn ruddust í áttina til okkar, brúna- •þungir. „Hver er að spilla fundarfriði?" hrópuðu þeir. „Hver er að f>lístra?" Klíkan dreifðist á augabragði og flúði og bærði ekki á sér eftir það. „Félagar, hermenn!" hóf Kryl- enko mál sitt, röddin var hás af þreytu. „Ég get ekki haldið góða ræðu; mér dauðleiðist það; en ég hef ekki sofið síðastliðnar fjórar nætur . . . „Ég þarf ekki að segja 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.