Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 3
LANDNEMINAI Útg.: ÆskulýSsfylkingin samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Einar Bragi Sigurdsson. Áb.: Forseti Æskulý'isfylkingarinnar. 5. tölublað 1955 9. árgangur 9,¥erkamenn liafa liáö þessa hnráiiu af þögiilli festu ©§¦ síii 1 iíig sb ..." Uidtaú. oi2 Cjudmund ^/. Cjudmutidffon TTinn ungi Dagsbrúnarmaður Guð- •*• mundur J. Guðmundsson hefur oftar verið nefndur manna á meðal og í fréttum síSustu vikumar en nokkur annar. Orsök þess er rómuð framganga hans í verkfallinu sem nú stendur yfir og öðrum vinnudeilum sem Dagsbrún hefur orðið að heyja síSustu árin. Sjálfur leggur hann sig í líma til að sannfæra mann um, að hann hafi sízt meira á sig lagt í Iþessari kjarabaráttu en fjölmargir verkamenn aðrir, og það er sjálf- gert mál, að sigrar Dagsbrúnar eiga og hafa all'a tíð átt rætur að rekja til óbilandi samheldni og baráttu- iþreks hinna mörgu óþekktu félaga, en ekki afréka einstakra eða fárra manna. Hins vegar finnst mér hinn ungi félagi okkar sameina þá eðlis- kosti sem okkur er tamt að tengja við orðið Dagsbrúnarmaður: hann er breiður fyrir fetann, rólegur og æðrulaus á hverju sem dynur, held- ur einarðlega á málum sinnar stétt- ar, staðráðinn í að hvika hvergi frá skýlausum rétti hennar til mann- sæmandi lífs. Það hefur ekki verið heiglum G-uðmundur J. Guðmundsson. herit að ná tali af Guðmundi J. 'þessar vikurnar. Eftir margra daga eltingaleik tókst mér loks að króa hann af niðri í alþingishúsi á þriðja tímanum aðfaranótt hins 26. apríl og rabba við hann stutta stund á milli funda. — Eins og þér er kunnugt, segir Guðmundur, er orsök þessarar vinnudeilu hin sama og allrar kjara- baráttu alþýðunnar: að lífskjörin voru orðin óbærileg. Dagsbrúnar- verkamaður sem vann hvern dag og 8 stundir á degi hverjum hafði inn- an við 'þrjú þúsund krónur í mán- aðarlaun. Eins og húsnæðisokrið er orðið hér í bæ hafa hinir lægst laun- uðu beinlínis verið dæmdir til að búa í bröggum og öSru heilsuspill- andi húsnæSi. Engum blöðum þarf um það að fletta, aS auðstéttin myndi aldrei una slíkum vistarver- um sér og sínum til handa: hér er iþví vísvitandi verið aS skapa íbúð- arhverfi sem eru skaðsamleg líkam- legri og- andlegri velferð manna, ekki sízt barnanna, og þessi híbýli eru ætluð hinum snauðu. Alþýðan í þessu landi myndi ekki skorast und- an því að bera sinn hluta byrðanna, ef almenningsheill krefðist. En eins og allir vita er peningaflóðið meira en áður eru dæmi til á íslandi, fram- leiðslan hefur farið sívaxandi síðari ár vegna aukinnar framleiðslutækni, en á sama tíma hafa tekjur verka- manna rýrnað að mun. Þessu gat verkalýðurinn ekki unaS. Á öllum fundum í verikalýSsfélögunum kom mjög glöggt í ljós einhuga vilji að LANDNBMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.