Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 7

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 7
félagshvatir, sem að upplagi eru veikgerðari, dofna smám saman. Orsök ógœfunnar. Allir menn, hvaða þjóðfélags- stöðu sem þeir hafa, verða fyrir barðinu á þessari hægfara upplausn hinnar félagslegu samheldni. Án 'þess þeir viti verða þeir fangar eig- ingirni sinnar. Þeim finnst tilveran öryggslaus og þeir sjálfir einmana: að þeim sé meinað að njóta þeirrar einföldu gleði sem lífið getur veitt. Maðurinn getur ekki furídið hinu stutta og áhættusama lífi sínu til- gang með öðru móti en vinna að heill samfélagsins. Hið efnahagslega öngþveiti sem allsráðandi er í auðvaldsþjóðfélagi nútímans er að minni hyggju undir- rót bölsins. Við okkur blasir vold- ugt samfélag starfandi manna, þar sem allir eru önnum kafnir við að ræna hver frá öðrum ávöxtum hins sameiginlega starfs — ekki með of- beldi, heldur með lögvernduðum leikreglum. Framleiðslutækin eru að mestu einkaeign einstaklinganna. Auðæfin safnast á fáar hendur, og hinir fáu ríku öðlast óheyrilegt þjóðfélagsvald með fulltingi auðs- ins, vald sem óm'ögulegt er að hafa hemil á, jafnvel í þjóðfélagi þar sem pólitískt lýðræði ríkir. Framleiðslan miðast við gróða- möguleika, ekki þarfir neytenda. Það er ekki séð fyrir því, að allir vinnufærir menn geti fengið vinnu. Alltaf að heita má er til „her at- vinnuleysingja". Eina leiSin. Gróðafíkn og samkeppni auð- manna eiga sök á, að" auðæfin mynd- ast og nýtast svo gálauslega, að hver kreppan rekur aðra. Takmarkalaus sam'keppni leiðir til óhóflegrar só- . unar á vinnuafli og veitir félagsvit- und einstaklingana þær undir, sem ég hef áður á vikið. Ég álít þennan kyrking mannsins versta böl auðskipulagsins. Allt upeldisstarf okkar fer í handaskol- um af þessum sökum. Börn og ungl- ingar eru alin upp í trú á dýrð óhóf- legrar samkeppni, þeim er kennt að þroska fjáröflunarhæfileika sína öllu öðru fremur. Ég er sannfærður um, að þetta geigvænlega böl verður ekki upp- rætt nema með einu móti: að koma á sósíölskum framleiðsluháttum og setja jafnframt uppeldinu þjóðfé- lagslegt markmið. Verkefni áœllunarbúskapar. í slíku efnahagskerfi á þjóðfélag- ið framleiðslutækin og nýtir þau samkvæmt áætlun. Áætlunarbúskap- ur er miðar framleiðsluna við þarf- ir þjóðfélagsþegnanna, skiptir störf- unum sem vinna þarf milli allra vinnufærra manna og ábyrgist hverjum manni, karli, konu og barni sómasamleg lífskjör. Við megum samt aldrei gleyma, að áætlunarbúskapur er ekki sama og sósíalismi. Aætlunarbúskapur getur samræmzt algerri undirökun einstaklingsins. Framkvæmd sósíal- ismans krefst lausnar á mjög erfið- um þjóðfélagsvandamálum: hvernig er mögulegt að komast hjá of miklu skriffinnskuvaldi, þegar stjórn fjár- mála og þjóðfélags safnast að veru- legu leyti á fáar hendur? Hvernig er hægt að vernda réttindi einstakl- ingsins og tryggja lýðræðislegt mót- vægi gegn skriffinnskunni? (Þjv.24.3.'50). LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.