Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 21

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 21
í þetta sinn, enda þótt það væri ekki hátt, en skógi vaxið upp á efstu brún. Þeir gengu eftir fjörusandinum. — Úf, hvaS það verður heitt í dag, sagði Bjössi og blés. — Ég er bara orðinn sveittur, sagði Árni Qg þurrkaði sér um ennið. — Ojá, en nú dugar ekki að stikna úr hita. Við verðum að vera duglegir fjallgöngumenn, sagði Bjössi og hló. — Auðvitað, svaraði Árni . . . — V,ið förum upp undir fjallsbrún- ina, sagði Árni eftir dálitla stund. — Já, já, sjálfsagt, anzaði Bjössi. — Ef við komumst svo hátt, sagði Árni. — Komumst . . . Fjallið er ekkert hátt. Pabbi sagði, Um daginn, að það væri hægt að fara á hesti upp á brún að norðanverðu. — Já, en það er brattara hérna megin. — Dálítið. — En mamma vill nú kannske áð við förum ekki svo hátt, sagði Árni. — Já, en berin eru stærri eftir því sem ofar dregur, að minnsta kosti sagði Siggi í Holti það, anzaði Bjössi. — Hann er nú svoddan bulla, en skeð getur það samt. Sólin skín líka svo skært uppi á tindinum, að okkur ætti að verða óhætt, sagði Árni afsak- andi. Þeir voru komnir upp að rótum f jalls- ins, er gnæfði fyrir ofan þá, vaxið alls konar gróðri. Á víð og dreif lágu gil, upp í miðjar hlíðar, svo djúp, að sólin náði varla að skína ofan í þau . . . Ef að þokan kæmi nú að okkur óvörum og við villtumst ofan í eitthvert gilið harna, sagði Árni. Það var ekki laust við _að færi um hann geigur við til- hugsunina. — Blessaður vertu ; það er varla ský UNGA ÍSLAND á himní, hvað þá á lágum fjöllum, sagði Bjössi hughreystandi og brauzt áfram í mestu ákefð, másandi og Más- andi. — Pú, er það nú erfiði. — O-já. Svitinn streymdi í lækjum niður andlit Árna litla. Hann tók upp vasa- klút og þurrkaði sér í framan. Bjössi settist á stóran stein. — Hæ, ertu orðinn uppgefinn, sagði Árni. — 0, bíddu bara hægur og sjáðu til, anzaði Bjössi og geystist af stað. Þeir voru nú farnir að gæða sér á bláberjum, er uxu hér og hvar. Kræki- berin létu þeir bíða betri tíma. — Eigum við ekki að hraða okkur upp á brúnina? — Jú, mig langar að sjá hinum megin við fjallið. — Það langar mig líka . . . Þeir héldu áfram hærra, hærra og fengu sér ber við og við. Að lokum stóðu þeir upp á hæsta tindinum og horfðu yfir sveitina hinum megin. — Þá er takmarkinu náð, sagði Bjössi og var glaður. — Nei, sjáðu, sagði Árni og benti niður á undirlendið, þar sem bæirnir risu eins og gríðarlega stór kubbahús upp úr grænum túnunum. Lengst í burtu glitti í bláan sjóinn . . . Út við sjóndeildarhringinn sást stórt eimskip og lagði reykinn langa leið. — Þetta er eins og í ævintýrunum, sagði^Árni. — Nú, sjáum við yfir lönd og höf, sagði Bjössi. — Þykistu ætla að fara að tala skáldlega? — Bull er í þér strákur. Þeir settust niður og hvíldu sig og horfðu yfir þetta nýja umhverfi. 145

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.