Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 23

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 23
— Ég var að skyggnast eftir kind- um, sagði hann. — En í stað þess f ann ég ykkur. Svo sögðu drengirnir honum allt af létta, hvernig stæði á ferðum þeirra. — Jæja, drengir! Þið komið nú heim með mér og fáið einhverja hress- ingu, áður en ég fylgi ykkur heim, sagði hann svo. — Getum við ekki komizt heim strax ? spurði Árni. Hann var f arinn að verða óþolinmóður. — Nei, ég flyt ykkur heldur á bát fyrir nesið. Það er styttra. Drengirnir létu sér það vel lynda og fóru á bak hjá manninum, annar fyr- ir framan hann, en hinn fyrir aftan. Svo fetaði hesturinn sig með byrði sína niður skógivaxna fjallshlíðina umluktur grárri þoku á alla vegu . . . Drengirnir kunnu vel við þeanan nýja vin sinn og röbbuðu um alla heima og geima. — Af hverju kemur þokan? spurði Árni. — Já, ef þú vissir það, sagði Sig- tryggur. — Þú átt ekki að spyrja svona bjánalega, sagði Bjössi fullorðins- ^ega. — Þetta er ósköp eðlileg spurning, eftir þetta ævintýri, sagði Sigtryggur °g hló. Þú skalt lesa um það í bókun- um litli karl, bætti hann við. Allt eiga Htlir drengir að lesa í bókunum. Það V£tr víst betra að f lýta sér að verða læs, eða svo fannst Árna. — Nú, erum við rétt komnir niðui á •lafnsléttu, sagði Sigtryggur, er þeir Prseddu niður krákustiginn. — Jafnsléttu, hvað er bað? spurði Ami. — Það er sama og túnið heima; er kað jafnslétta? u N g a ÍSLAND — Já. Sigtryggur hló . . . En allt í einu var eins og hulu væri svipt frá augum þeirra. Það var þok- an, sem hvarf eins snögglega og hún kom. Þeir sáu bæ niður við sjóinn spöl- korn frá. — Þarna á ég heima, sagði Sig- tryggur. Drengirnir litu til baka. Fjallið var ennþá hulið í þokunni, nema neðstu hlíðarnar. — Við vorum heppnir, að þú skyldir finna okkur, sagði Bjössi. Sigtryggur brosti og klappaði honum á öxlina. — Þið eruð mestu dugnaðarpiltar, sagði hann . . . Er þeir riðu niður tröð- ina, er lá heim að bænum, sáu þeir tvo litla drengi á líku reki og þeir voru, út á bæjarhlaðinu. Þeir voru ósköp undr- andi er þeir sáu þessa ókunnu gesti.. — Komið þið sælir, sagði Sigtrygg- ur. — Sæll pabbi minn, önzuðu þeir, og tóku svo sprett inn í bæ . . . Fáum mín- útum síðar, þegar bóndi var að taka Árna af baki, kom húsfreyjan út með syni sína á hælum sér. Þau heilsuðu drengjunum. Konan átti bágt með að leyna undrun sinni. — Hvaðan komið þið? spurði hún. Drengirnir ætluðu að svara, en Sig- tryggur varð fyrri til: — Ég fann þá upp í f jalli. . . Skyldu það ekki vera útilegumannabörn . . . Þau hlógu öll. — Þið hafið verið í berjamó, sagði konan. — Já; við fundum mikið af berjum, sagði Árni. — Alveg fulla flösku, anzaði Bjössi og sýndi þeim. Svo gáfu þeir öllum ber í lófann. — Jæja, komið þið nú inn drengir 147

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.