Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 9
honum síðan út að garðshliðinu, kyssti hann grátandi og sagði: — Drottmn varðveiti þig, veslings drengurinn minn. Hann rölti nú eftir þjóðveginum eins og leið lá, allan daginn. Vildi hann helzt komast sem lengst í burtu, fyrst hann mátti ekki vera heima. — Þegar leið á kvöldið fór hann fram hjá kirkjugarði og af því, að hann var bæði orðinn þreyttur og syfjaður, fór hann inn fyrir, lagðist niður í grasið innan við garðinn og sofnaði von bráð- ar. Þegar liðið var nokkuð á nótt vakn- aði Hans við það, að honum var orðið kalt. Reis hann þá . upp, barði sér, stappaði niður fótunum og hljóp um kirkjugarðinn, þangað til ylur færðist 1 Hmi hans. Síðan settist hann niður á eitt leiðið, opnaði malpoka sinn og fór að borða. Þá sá hann, að lítið eitt alengdar sátu fjórir skuggalegir ná- ungar umhverfis legstein og spiluðu á SPÍ1. Heyrði hann, að einn þeirra sagði, að nú hefði hann tapað öllum pening- um sínurn og yrði því að Jiætta. Þá flaug Hans í hug, að hann hefði 20 Skildinga í vasanum, gekk til þeirra °g sagði, að hann skyldi vera fjórði ^aðurinn, gaf spilin og spiluðu þeir síðan um stund. Ekki var spilið hátt; Hans græddi samt 20 skildinga, en aHt í einu segir einn þeirra: Gala nú hanarnir rauðu, í moldina fari þeir dauðu. ¦^nnar tekur undir litlu síðar og segir: Heyrið í hananum hvíta, í moldina skulum við líta. Þá segir sá þriðji, að stundarkorni liðnu: Hávær er haninn nú svarti, brátt kemur dagurinn bjarti. Þutu þeir síðan allir á fætur og ætl- uðu að fara. — Nei, hægají nú, segir uNga ísland Hans. — Látið mig fyrst fá þessa 20 skildina, sem ég er búinn að græða af ykkur. Þeir fengu honum peninga, eldgamla og ryðgaða, en Hans tók þá ekki gilda. — Ég þakka ykkur kær- lega fyrir, en svona peninga kæri ég mig ekki um. Látið mig fá almenni- lega skildinga, eins og þessa, sem ég hef lagt undir. Þeir svörtu hristu koll- ana, svo að glamraði í tönnunum í þeim og vildu umfram ailt komast ¦ burtu. — Þið eruð þokkapiltar, sagði Hans og gaf þeim utanundir, svo að hauskúpurnar duttu af þeim x>g ultu eftir jörðinni. Þeir eltu þær og létu þær á sig aftur í mesta flýti, eins og þegar menn láta á sig hattinn, svo stauluðust þeir burtu allt hvað af tók. Hans stóð eftir og var ekki hættur að ausa yfir þá skömmunum, þegar gamall maður með mikið sítt, hvítt skegg, í hvítum og síðum hettukufli stóð allt í einu hjá honum. — Hvers vegna ertu að lemja drengina mína? spyr hann. — Þeir hafa prettað mig, segir Hans og fengið mér ónýta pen- ingá. — Þú ert ekki sérlega smeykur, segir maðurinn. Nei. Það vissi Hans ekki hvað var. — Það líkar mér vel, segirsá gamli. — Hver ert þú? spyr Hans. — Ég er Dauðinn, segir maður- inn. — Geturðu þá ekki borgað már þessa 20 skildinga, sem þessir drengir þínir prettuðu af mér. í— Nei, segir Dauðinn. — Þeir buðu þér það, sem þeir höfðu. Aðra peninga eigum við ekki. Við höfum ekkert, nema það, sem lagt er í gröfina hjá þeim sem deyja, en nú eru menn hættir því fyrir löngu að leggja hjá þeim peninga. En þú ert dugandi drengur, og ef þig langar til að koma og heimsækja mig, þá hef ég dálítið annað, sem getur orðið þér að meira gagni, en þessir 20 133

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.