Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 12
Alþingi hið nýja var ekki nema svipur hjá sjón í samanburði við Alþingi hið forna. IJað hafði ekkert vald, aðeins leyfi til að gefa ráð og leiðbeiningar. En þó var það vottur þess, að hið erlenda vald viður- kenndi, að íslendingar væru sjálfir bezt færir um að vita, hvað þeim hentaði og hvers þeir þyrftu við. Og nú liafði íslenzka þjóðin eignazt ó- trauðan foringja, sem hvorki skorti þrek nc kapp, vit eða þekkingu. Það var Jón Sigurðsson. Hann beitti sér fyrir í sókninni gegn hinu erlenda vsjldi, og endurreisn Al- þingis var fyrsti sigur hans, en síðar varð skammt stórra högga á milli. Svo rann upp árið 1851. Þá var kvaddur sarnan þjóðfundur í.Reykjavík. Konungur Dana hafði afsalað sér einveldinu i heima- landi sínu og þar var komin þingbundin stjórn. En hið erlenda vald stóð á verði gegn frelsiskröfum íslendinga og hafði ekki í hyggju að slaka þar neitt til. Island er hluti af Danmörku og skal allt af vera það. Það var krafan, sem hið erlenda vald lagði fyrir þennan fund. íslandi skyldi stjórnað frá Danmörku um aldur og ævi. íslenzka þjóðin átti aldrei að fá að ráða sér sjálf. Ilið erlenda vald — stjórnin í Danmörku — lét fulltrúa sinn leggja fram frumvarp á fundinum, þar sem þetta var aðalatriði. Ef það hefði verið samþykkt, þá hefði þcssi fundur orðið nýr Kópavogsfundur og áþján þjóðarinnar verið innsigluð að nýju. En þjóðin átti foringja og því fór þessi fundtir öðruvísi, en við hefði mátt búast. Jón Sigurðsson cfldi fulltrúa þjóðarinnar til mótspyrnu. Og þegar það kom í Ijós, voru danskir dátar látnir ganga Vígalega um götur Reykjavíkur til að skjóta ísfend- ingum skelk í bringu. Það kom fyrir ekki. Að þessu sinni létu íslendingar ekki bug- ast. Þeir höfðu foringja, sem hvorki óttað- ist erlenda stjórnarherra né danska dáta. Og að lokum risu þeir gegn hinu erlenda valdi með þessum alkunnu orðum: — Vér mótmælum allir. Það urðu lausnarorð hinn- ar kúguðu þjóðar. Þannig unnu íslendingar fyrsta mikla sigurinn í baráttu sinni gegn ánauðinni. 9. Baráttutími fór í hönd. Þjóðin naut Jóns Sigurðssonar lengi enn. Ávinningurinn virt- ist löngum vera lítill, en þó miðaði stöðugt í áttina. Rúmlega hálfri öld áður hafði ver- ið losað um fjötra einokunarverzlunarinn- ar, en á þessum árum var hún alveg lögð niður. Jón Sigurðsson átti mestan þátt í því. Hann barðist ótrauður fyrir málstað íslands. Ilann krafði hið erlenda vald skaðabóta fyrir eignir, sem það hafði fyrr- um ranglega liaft af þjóðinni. og þó að fulltrúar þess létu í veðri vaka, að kröfur þessar væru næsta ósvífnar, þá fór svo að lokum. að þær voru viðurkcnndar að nokkru leyti, en skaðabæturnar kallaðar gjöf en ekki gjald. Þessu fór fram þangað til 1874. Það ár kom aðalárangurinn af baráttu Jóns 'Sig- urðssonar í ljós. Þjóðin fékk nýja stjórnarskrá. Sam- kvæmt henni var Alþingi aftur fengið vald til að ráða lögum landsins í þeim efnum, sem snertu eingöngu innanlandsmál. Fjötrarnir höfðu raknað af þjóðinni. Von- in og baráttan höfðu borið ávöxt. Fram- tíðin blasti við börnum hennar með nýj- um tækifærum til starfs og dáða. Og ára- tugina síðan þetta var hafa gerzt undur og stórmerki hjá vorri fátæku og fámennu þjóð. Ef til vill er hvergi í heiminum hægt að benda á hliðstæð dæmi urn stórstígar framfarir. Ilver trúir því, að önnur eins vakning hefði getað komið yfir þessa þjóð. cf hið erlenda vald hefði verið eitt í ráðum og miðað alla löggjöf og réttindi við hags- rnuni annarrar þjóðar, eins og hið erlcnda vald gerði óvinlega? 66 UNGA ÍSLÁND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.