Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 21

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 21
Inga var dálitið ringluð ennþá, en samt var hún komin nógu vel til meðvitundar til þess að geta reiðzt þessu síðasta, sem hún heyrði. Hún opnaðr augun og reis upp í skyndi. — Ó-nei, það verður ekki at' því, sagði hún og hvessti augun á þann, sem hafði talað. Það var gamall maður, sem laut niður að henni. Andlit hans var ellilegt og veðurhitið og með ótal hrukkum. — Þú ert búinn að gera mig holtvota með þessum vatnsaustri. Láttu mig heldur fá hníf til að leggja á ennið, annars fæ ég stærðar kúlu. — He, sagði Óli gamli garðyrkjumaður, brosti út undir eyru og dró stærðar sjálf- skeiðing upp úr vasa sínum, sem hann fétti Ingu. — Þú ert víst enginn kjáni, bætti hann við, gaut til hennar augunum og varð undirfurðulegur á svipinn. — En þú mátt ekki reka þig á trén og meiða þig. Inga brosti. — Ég rak mig ekki á neitt tré, ég fékk stein í höfuðið, en hann var ætlaður stráknum, sem hljóp hérna fram hjá. ...... Ég hefði gert nákvæmlega það sama í sporum Lenu. Hvað á ])að að þýða hjá þessum strák að láta svona við hana? Hún hefur enga kryppu, þó að hún sé of- urlítið bækluð, og ég sé ekki, að það sé nein ástæða til að vera að uppnefna hana fyrir það. í sama bili fann Inga, að grannir liand- leggir vöfðust um liáls hennar og hálfkæfð grátrödd hvíslaði þakkarorði í cyra hennar, svo skrjáfaði í runnunum á bak við hana, og þegar hún leit við, sá hún, að dökkur kollurinn á Lenu var að hverfa bak við trén. Augnaráð Öla gamla mýktist, þegar hann horfði á eftir telpunni. — Svona vesalingar ættu að fá að deyja í vöggunni, tautaði hann. — En það fer nú aldrei fyrir sanngirninni í þessum heimi. Inga sat og þrýsti hnífnum fast að enn- inu. — Deyja i vÖggunni! Hún gæti verið jafn glöð, þó að hún sé svona, sagði hún varlega. — Ilvað veizt þú um það? Óli var stutt- ur i spuna. — Þú, með þína fögru fætur og beina bak. — Skárri er það illskan í karlinum, hugs- aði Inga, rétti honum hnífinn og gerði sig mynduga í máli: — Það veit ég mæta vel. ...... Mamma' hefur sagt mér, að guð gefi alltaf því fpíki, sem missir heilsunc eitthvað í staðinn, og þeir, sem verði fyrir óláni, fái alltaf eitthvað til huggunar. Og einu sinni fór hún með mig til konu, sem hafði legið rúmföst í 12 ár. Hún hló og söng og var í ágætu skapi, þýddi bækur og hafði lært 4 tungumál tilsagnarlaust. Oli hafði staðið á lengri fætinum og sýnd- ist óvenjulega hár. Nú lét liann sig síga niður á styttri fótinn og gaut augunum yfir í runnann, þangað sem Lena stóð enn og snökti. — Þú segir mikið, sagði hann þurrlega. en þó var eins og bros leyndist í augum hans. — Og betur að þú gætir komið henni þarna til að trúa því, sem þú segir. Hún þýrfti |)(‘ss með. því að hún á ekki sjö dagana sæla. Síðan haltraði hann burtu, tók hjólbörur sínar, sem staðið höfðu á stígnum skammt frá, og hirti ekki meira um Ingu. — Finnurðu til ennþá? Lena var komin aftur og stóð lítið eitt álengdar, þrútin og döpur af gráti. — Ekki hót. Inga gekk til hennar. — Sjáðu, ég hef ekki einu sinni fengið kúlu á ennið. — Og þú ert ekki reið? spurðí Lena og blóðroðnaði um leið. — Það var alveg rétt. sem þú sagðir. Strákurinn — hann — hann ertir mig — og er svo vondur við mig...... Ég — ég hata hann. — Strákurinn!........Kærðu þið ekkert um hann. Láttu bara eins og hann sé loftið. UNGA ÍSLAND 75

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.