Unga Ísland - 01.05.1944, Side 32

Unga Ísland - 01.05.1944, Side 32
Hann hvarf ferðamanninum á hinn sama furðulega liátt og barnið. Eftir að ferða- maðurinn hafði leitað og kallað án árang- urs langa stund, hélt hann enn af stað. Hann gekk lengi, lengi og hitti engan mann. Um síðir mætti hann ungum manni. — Hvað ert þú að gera hér? spurði ferðamað- urinn. Hinn ungi maður svaraði: — Ég er alltaf að elska. Konulu og elskaðu með mér. Þeir slógust í fylgd saman og litlu síðar mættu þeir ungri stúlku — ungri stúlku, sem var svo fríð, að ferðamaðurinn þóttist aldrei hafa séð hennar líka. Hinn ungi mað- ur varð strax ástfanginn af stúlkunni. Stundum erti hún hann dálítið — og þau urðu ósátt, en hina stundina gátu þau setið dag út og dag inn við að skrifa hvort öðru. Síðan trúlofuðust þau um jólalevtið og litln síðar ætluðu þau að gifta sig. En svo einn dag vissi ferðamaðurinn ekk- ert livað af þeim hafði orðið. Þáu voru horfin á sama hátt og þeir vinir hans, sem hann áður hafði misst. Hann leitaði þeirra og kallaði á þau árnngurslaust. Síðan hélt hann áfram ferð sinni. Hann hafði gengið lengi, er hann loks mætti fullþroska manni. — Ilvað ert, þú að gera hér? spurði ferða- maðurinn. — Eg er alltaf að vinna, svaraði maðurinn. Komdu og starfaðu með mér. Þá tók ferðamaðurinn að starfa í félagi við þennan nýja vin. Þeir ferðuðust í gegn- um skóg einn mikinn, og svo langt sem auga eygði teygði skógurinn sig á alla vegu. I fyrstu var hann ekki mjög þéttur og liann var ljósgrænn, eins og skógar eru í byrjun sumars. En eftir því sem lengra leið varð skógurinn þéttari og dimmari. Einstöku tré voru tekin að blikna. Vinur ferðamannsins var ekki einn. Í fylgd mcð honum var kona ein. Hún var á aldur við liann, og var eiginkona hans. Þau áttu nokkur börn, er einnig voru i ferð með þeim. Þannig héldu þau öll í gegn um skóginn, hjuggu 'trén, sem vildu loka þeim leiðina, og brutust áfram. Þau báru öll þungar byrðar og erfiðuðu mikið. Stundum hittu þau fyrir sér skógarrjóð- ur. Og þá kom það fyrir, að þau heyrðu ungbarnsrödd, er sagði: — Pabbi, ég er nýtt barn! Nemið staðar vegna mín! Og um leið sáu þau, hvar ofurlítil yndisleg vera kom hlaupandi til þeirra og vildi slást í fylgd með þeim. Þau söfnuðust þá öll kring um þetta litla barn, kysstu það og buðu það velkomið í hópinn. Síðan héldu þau lengra áleiðis inn í skóginn. Loks komu þau í stórt skógarrjóður, þar sem þeim virtust opnast leiðir til ýmsra átta. Þá staðnæmdust þau öll og börnin sögðu: — Pabbi, ég vil fara til sjávarins. — Pabbi, ég ætla að fara til fndlands. — Pabbi. ég ætla að fara út í heiminn til að leita hamingjunnar og eitt sagði Pabbi, ég ætla að fara til himna. Þá grétu þau öll og síðan skildust leiðir. Sitt í hverja áttina héldu þau inn í skóginn. Og barnið, sem ætl- aði til himna, hvarf upp í sólheiði loftsins. Ferðamaðurinn leit á vin sinn og sá, hvar hann gekk þarna og starði upp í himininn. sem í mildum, hreinum bláma hvíldi yfir skóginum. Hann sá. að hár hans var byrj- að að grána. En þeir máttu ekki staðnæm- ast lengi. Ferðinni urðu þeir að ljúka. Og annríki þeirra var mikið. Þar kom að lokum, að «11 börnin voru farin á braut, eftir voru aðeins þau þrjú, ferðamaðurinn, vinur hans og konan, þann- ig héldu þau áfram ferðinni. Nú var skóg- urinn ekki lengur grænn. hann var bliknað- ur og fölur. Laufin \-oru tekin að falla af trjánum. Loks komu þau í skógarrjóður eitt, sem var myrkara en öll hin, þau skeyttu því ekki og hröðuðu enn ferð sinni. Snögglega nam konan staðar. — Það er kallað á mig. vinur minn, sagði hún. Þau staðnæmdust öll og hlustuðu. Ein- hversstaðar lengst inni í rjóðrinu heyrðu 86 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.