Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 22

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 22
Mörg er sjómannsraunin Óli og Pétur hétu sjómenn tveir, er verið höfðu saman í siglingum á unga aldri og þóttust í margt ævintýrið hafa ratað. — Já, það var svoleiðis, sagði Óli. að einu sinni í útlöndum, þá fengum við Pétur okk- ur lítinn róðrarbát og ætluðum að róa á honum okkur til skemmtunar. Við höfðum aðeins lítinn brauðbita og nokkuð af osti til að hressa okkur á, því að við ætluðum ekki langt. En svo var krafturinn og áræðið mikið í okkur á þeim dögum, að fyrr en við vissum af, höfðum við róið langt á haf út og vissum nú ekkert hvert halda átti. Þannig liðu svo mörg dægur að við hrökkl- uðumst þarna fyrir straumum og stormi, höfðum ekkert að éta og leit út fyrir, að á næsta klukkutíma dæum við báðir úr sulti. Okkur koro því saman um, að annar okk- ar yrði að fórna sér fyrir hinn. Auðvitað vorum við báðir fúsir til að deyja og í þrjá stundarfjórðunga, af þessari einu stund, sem við áttum ólifaða, þráttuðum við um það, hvor okkar skyldi deyja. Loks kom okkur saman um að varpa hlutkesti. Pétur átti tveggja krónupening, sem hann kastaði úpp i loftið. — Ég hef kórónuna, sagði ég. Peningurinn snerist i loftinu, en er hann féll niður lenti hann á borðstokkn- urn, og valt út í sjóinn. 1 sama vetfangi skaut þar upp hákarli, sem gleypti pen- inginn. Við Pétur urðum svo reiðir þess- um þjófnaði, að við steingleymdum hungri okkar, þrifum árarnar úr bátnum og reynd- um að slæma til þjófsins. Þetta tókst. Við rotuðum ófreskjuna og heppnaðist að inn- byrða hana. Ég tók hnífinn minn og risti hákarlinn á kviðinn í einu vetfangi, til þess að ná í túkallinn. En þið getið hugsað ykk- ur undrun okkar, er við fundum hann ekki. Hákarlinn var þetta litla fljótur að melta, að tuttugu og fimm aurar voru þá þegar horfnir. Við fundum aðeins einnar krónu pening og sjötíu og fimm aura í smápen- ingum. En í staðinn átum við hákarlinn og björguðum með því lífinu, þar til skip kom og frelsaði okkur. Að sagan er sönn sjáið þið bezt af því, að hefði hákarlinn ekki komið, þá væri ég dauður og sæti hér ekki á meðal ykkar og segði þessa sögu. — Já, en það er nú hægara sagt en gert. Lena var æst og augu hennar skutu neist- um. — Hvað mundir þú segja, ef það væri bent á þig, hlegið að þér og hrópað á eftir þér? ..... Engum þykir vænt um mig. Heima halda þau í mér lífinu af með- aumkvun. Ég leik mér aldrei með hinum börnunum í skólanum. Ég á cngan falleg- an kjól eins og aðrar stúlkur. Kennarinn segir, að guð sé góður, en ég segi, að hann sé vondur og það getur víst alveg eins ver- ið.......En svo verður nú sem betur fer víst ekki langt, þangað til þau losna við mig. Lena hafði látið dæluna ganga stöðugt með vaxandi ákafa, en.hún kærði sig víst ekki um svar, því að hún þurrkaði sér um augun með handarbakinu, kvaddi stutt- lega og fór. Inga kallaði á eftir henni, en fékk ekkert svar, enda gat hún nú ekki skipt sér meira af Lenu í bráðina. Kjóllinn hennar var orð- inn blautur og óhreinn og J)að var víst bczt að reýna að komast inn og fá sér ann- an, áður en óviðkomandi fólk sæi hana og kæmist að því, sem gerzt hafði. Þetta tókst vel. Hún mætti éngum og eftir stutta stund hafði hún afmáð allar sýnilegar minjar af klæðnaði sínum, sem minntu á morgungöngu hennar. 76 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.