Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 17
Löinbin í mónum leika þau sér. Selurinn í sjónum syndir upp á sker. Vettlingana á prjónum vinnukonan ber. Samlyndi með hjónum silfri betra er. Karlinn í bergi Nú er að ræða um karlinn, karlinn, sem í bergi ]>jó, pottinn braut, eldinn sló, timbrið hjó, tálið smó, hrísið dró. Vantar mig á fótinn skó. Þó skal ég gefa þér grösm Gró. Sá var smiður, sem tágarhúsið tilbjó. Nú er að ræða um kerlinguna, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um kapalinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti. karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um hundinn þann, sem folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um vöndinn þann, sem hundinn hýddi, hundinn þann, sém folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um eldinn þann, sem vöndinn brenndi, vöndinn þann, sem hundinn hýddi, hundinn þann, sem folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um vatnið það, sem eldinn slökkti, eldinn þann, sem vöndinn brenndi, vöndinn þann, sem hundinn hýddi, hundinn þann, sem folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, timbrið hjó, tálið smó, hrísið dró. Vantar mig á fótinn skó. Þó skal ég gefa þér grösin Gró. Sá var smiður, sem tágarhúsið tilbjó UNGA ÍSLAND 71

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.