Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 18
JOHANNE KORCH: Sumarleyfið hennar Ingu Þýtt hefm SIGURÐUR HELGASON V. Flugurnar suðuðu og syeimuðu fram og aftur uppi yfir rúminu í kvistherberginu, þar sem Inga svaf. Hún var ókyrr og band- aði þeim frá sér í svefninum. Eigi að síður komu tvær allt í einu og gerðu sig heima- komnar á nefinu á henni, en þá varð henni svo mikið um, að hún vaknaöi, settist upp og leit í kring um sig. Það hefði verið synd að segja, að morg- unsólina vantaði í herberginu hennar. Það var eins og sólargeislarnir kæmu'dansandi inn um gluggann. Hér gæti hún legið í rúminu og orðið útitekin, ef hún vildi. En þetta var nú skárra flugnagerið! Maður gat víst verið óhræddur um.að sofa of lengi. Inga gekk berfætt fram að opnum glugg- anum og leit út. Bærilegt var nú veðriö, reglulegt sumarveður, himinninn heiður að mestu, með hvítum smáskýjum eins og idlarhnoðrum hér og þar. Þaðan sem hún stóð, sá hún niðnr í garðinn framan við gripahúsin. Þar voru menn þegar teknir til starfa þó að klukkan væri tæplega fimm. Hestar voru teymdir til vatns, litlir grísir, sem farið höfðu eitthvað afvega, skræktu fullum rómi, þegar þeir voru handsamaðir, og þarna kom stúlka með mat handa hænsnunum. Það var víst Anna. Inga klæddi sig í snatri. jæddist niður stigann á tánum og opnaði útidyrnar hljóð- lega. — Ekki má ég vekja sofandi ljónið. hugsaði hún, og það var Rikka, frænka hennar0|$£m hún átti við með þessari sam- Iíkingu. Frænka hennar gat svo sem verið vís til að skipa henni í rúmið aftur. Inga ætlaði að fara í könnunarferð um nágrennið, tæplega þó út fyrir garðinn, en fyrst hafði hún í huga að syipast um eftir eldhúsinu, því að hún var orðin svöng. Ilún hafði meira að segja verið hálfsvöng kvöld- ið áður, þegar hún fór frá kvöldverðar- borðinu og þá hafði skap hennar verið þannig, að bezl er að hafa um það sem fæst orð. Þarna hafði frænka hennar setið eins og drottning i þögulli hátign, köld og afskiptalaus, og Sófus frændi barmað sér og verið í illu skápi, því að hann þoldi ekki að borða það, sem hann langaði mest í. Það hafði verið þrautin þyngri fyrir Ingu að halda áfram að brosa.- En núna með morgnunsárinu hafði allt fengið nýjan svip. Henni kom ekki til hugar nú að láta hug- fallast. Henni fannst jafnvel í aðra rönd- ina ofui'lítið •gaman að ólundarsvipnum á andliti frænku sinnar. Inga hljóp niður með húsinu og bjóst við að finna eldhúsið einhvers staðar á þeirri leið. Það reyndist líka rétt athugað. Allt í einu barst kaffiilmur að vitum henn- ar út um opinn glugga, sem var svo lágt. að hún gat vel litið inn um hann. Ilún teygði sig upp fyrir gluggakistuna, þefaði ánægjulega, og kinnkaði glaðlega kolli til Önnu, sem sat á eldhúsborðinu og gæddi sér á rjúkandi kaffi úr bolla. — En sá indæli ilmur, sagði hún. — Gef- ur þú svöngum aumingja ofurlítinn sopa? 72 rv UNGA Í’SLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.