Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 23

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 23
HEIMKYNNI DÝRANNA iv — TÍGRISDÝRIÐ Gagnstætt. því sem mennirnir hafa stund- um eignað ljóninu ýmsa góða kosti, hafa þeir venjulegast tileinkað tígrisdýrinu blóð- þorstann einn. Og víst er dýrið blóðþyrst, en þó hvergi nærri cin's og sumar sögurnar herma, sem skapazt hafa af ímyndunarafli manna um þennan hættulega óvin. Tígris- dýrið er lang þekktast í Indlandi, en raun- ar útbreitt meira og minna í Asíu frá 8. gráðu suðlægrar breiddar til 53. gráðu norð- lægrar breiddar — það er að segja alla leið norður í-Síberíu og frá Kákasus til árinnar Amúr. Langt er frá því að öll tígrisdýr séu mannskæð. Flost reyna þau að forðast mennina. En svo sem kunnugt er, stunda mörg þeirra rán á búpeningi og' sýna þá oft furðulegustu dirfsku og hugrekki. Koma janfvel í slíkum tilgangi til byggðanna um hábjartan daginn. Þessi atvinnuvegur næg- ir þeim þó ckki til framdráttar meðan þau eru ung og rösk á fæti; það er einkum eftir að þau taka að eldast, sem þau sætta sig við hann. En slík dýr, sem þannig eru tek- in að leggjast á búpeninginn, geta þá og þegar orðið mannskæð. Hin stöðuga. um- gengni þeirra við fjárhirðana venur þau af mannfælninni. Ofl hafa þessi tígrisdýr orð- ið fyrir einhverju áfalli, svo að þau eiga erfitt með að afla sér fæðu, t. d. lætur Kipling tígrisdýrið Shere Kan vera halt. Þið kannist sjálfsagt við Kipling og sögur hans frá frumskóginum, er birtust í Unga íslandi, sem framhaldssögur, fyrir nokkr- /{ myndinni cru heimkynni tígrisdýr- anna svört um árum. — En slík tígrisdýr eru mjög hættuleg og ráðast venjulegast á þá, sem vopnlausir eru. Þau bera skyn á, hvers vopnin mega sín. Dærni eru til að sania tígrisdýrið hafi orðið 100 mönnum að bana. Tígrisdýrið ber mikla umhyggju fyrir af- kvæmum sínum. Eitt sinn höfðu menn í Indlandi náð tveimur tígiáshvolpum og lok- að þá inni í útihúsi. Nóttina eftir skræktu þeir þar og vældu svo ákaft, að við sjálft lá að mennirnir hleyptu þeim út. En um morguninn þegar þeirra átti að vitja voru þeir horfnir. Móðirin hafði gert sér lítið fyrir, brotið húsið upp og sótt börnin sín. RÁÐNING Á TALNAGÁTUM I. l.=g, 2=á, 3, t. 4.=u, 5.=r. II. 1 .=H, 2.=e, 3,=1, 4.=g, 5.=a. III. l.=h, 2.=e, 3.=1, 4.=g, 5.=i. UNGA Í.SLAND 77

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.