Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 19

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 19
lín ínga varð meira en Íítið hissa, þeg- ar hún sá, hvað Anna varð skelkuð. Hún hrökk við og settist hér um bil ofan á ný- smurða hveitibrauðsneið, sem lá á borðinu lijá henni, til að fela hana og skvetti úr bollanum ofan í kjöltu sína. Inga smaug fimlega inn um gluggann og nam staðar frammi fyrir Onnu með hend- urnar á síðunum. — Hvað er að sjá til'þín! sagði hún. — Ekki hélt ég, að þið væruð svona við- bragðsgjörn hérna úti í sveitinni. Maður skyldi næstum því halda, að þú hefðir stol- ið brauðbitanum. Anna blóðroðnaði og bláu augun hennar skutu gneistum. — Þú skalt gæta þín sjálfrar, jómfrú frekja, sagði hún reiðilega. — Kaffið og brauðið er hvort tveggja frá móður minni, og það er víst óþarfi að öf- unda mig af þessari smjörlíkisklípu, sem er ofan á brauðsneiðinni. In'ga hafði alltaf verið vel séð lijá þjón- ustustúlkum móður sinnar, og hún hafði vonað, að Anna ’yrði stoð hennar og styrk- ur á þessum stað, en nú vissi hún ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. — Þú ert reið, sagði hún þurrlega. — Það er leiðinlegt í svona góðu veðri. En segðu mér citt. Fæðið þið ykkur sjálf starfs- fólkið hérna? Ég kom nefnilega til að fá mér einhvern bita, því að ég er alveg að drepast úr sulti. Anna þurrkaði af sér kaffisletturnar og gaf Ingu hornauga. Hún var viðfeldin og hreinskilnisleg að sjá, þessi litla Kaup- mannahafnar stúlka og leit sannarlega ekki út fyrir að vera nein ótukt Ilér var víst engin hætta á ferðum. Önnu rann brátt reiðin og loks reyndi hún að hlæja lítið eitt. — Ég varð bara alveg dauðhrædd, sagði hún. — En ég skal segja þér, hvernig þetta er. Jómfrúin hefur lyklana að búrinu, og hún kemur ekki ofan fyrr en ég vek hana um sexleytið, en ég er svo soltin á morgn- ana, að ég má til að fá mér kaffisopa. Kaff- ið og brauðið fæ ég hjá mömmu, sem býr hérna nálægt, en ég skal játa, að smjör- líkisklípunni ofan á það hef ég hnuplað, og ef.þú þegir ekki, þá getur þetta orðið yeiTÍ sagan. Inga hugsaði sig um stundarkorn, kinnk- aið síðan háðslega kolli og settist á eld- húsborðið. — Nú, já, — svo að maturinn er læstur inni hér á bæ..........Þú skalt óhrædd drekka kaffið þitt, Anna. Þessi hérna þvaðrar ekki frá neinu. Það á ekki við rödd mína. — Þá skaltu líka sannarlega fá kaffi- bolla. En við verðum að hafa hraðan á svo að lyktin verði rokin út, þegar Severína kemur niður. — Er það jómfrúin, sem hefur þetta fal- lega nafn? spurði Inga og hló. — En mér finnst það nú samt hálf súrt á bragðið. — — Er hún ekki líka dálítið ónotaleg, eins og — hm — önnur, sem ég þekki? — Severína er merkileg með sig og geð- vond eins og sönn píparjunka, og hún apar í einu og öllu — hm — aðra, sem ég þekki líka. Þær depluðu augunum hvor til annarrar og skildu hvor aðra. — Severína er nízk. Hún telur- sykur- molana, sagði Anna, en þú getur nú samt fengið þér einn enn. Þennan sykur á ég' sjálf og hann er þér velkominn. Inga flýtti sér að drekka síðustu sopana. Hún sá, að Anna stóð eins og á glóðum. — Svona hálfstolin máltíð er nú skemmtileg, Anna, sagði Inga og þakkaði fyrir sig. — Á morgun um sama leyti kem ég aftur og í kvöld skal ég smyrja fáeinar aukasneiðar til að hafa með mér í rúmið. Þá held ég, að frænka mín verði nú hissa á matarlystinni minni. — En hvar býr hún annars, lnin móðir þín? Ég verð þó að minnsta kosti að þakka henni fyrir matinn. UNGA ÍSLAND 73

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.