Unga Ísland - 01.05.1944, Side 17

Unga Ísland - 01.05.1944, Side 17
Löinbin í mónum leika þau sér. Selurinn í sjónum syndir upp á sker. Vettlingana á prjónum vinnukonan ber. Samlyndi með hjónum silfri betra er. Karlinn í bergi Nú er að ræða um karlinn, karlinn, sem í bergi ]>jó, pottinn braut, eldinn sló, timbrið hjó, tálið smó, hrísið dró. Vantar mig á fótinn skó. Þó skal ég gefa þér grösm Gró. Sá var smiður, sem tágarhúsið tilbjó. Nú er að ræða um kerlinguna, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um kapalinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti. karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um hundinn þann, sem folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um vöndinn þann, sem hundinn hýddi, hundinn þann, sém folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um eldinn þann, sem vöndinn brenndi, vöndinn þann, sem hundinn hýddi, hundinn þann, sem folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, o. s. frv. Nú er að ræða um vatnið það, sem eldinn slökkti, eldinn þann, sem vöndinn brenndi, vöndinn þann, sem hundinn hýddi, hundinn þann, sem folaldið beit, folaldið, sem kapallinn átti, kapallinn, sem kerlingin átti, kerlingin, sem karlinn átti, karlinn, sem í bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, timbrið hjó, tálið smó, hrísið dró. Vantar mig á fótinn skó. Þó skal ég gefa þér grösin Gró. Sá var smiður, sem tágarhúsið tilbjó UNGA ÍSLAND 71

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.