Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 33
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSIN S
9
tíð hefir alment talin verið eitt af
helstu og rótgrónustu einkennum
íslendinga vestan hafs. En hér býr
samt meira undir eins og fram kemur
í skilgreiningu dr. Rögnv. Pétursson
á þessari lagagrein í inngangi hans
að fyrsta árgangi Tímarits félagsins
(1919), en þar farast honum þannig
orð:
“Flestum mun skiljast, að til þess
að verða mestur og bestur borgari, er
eigi nóg, að taka eingöngu líkamleg-
Urn framförum, að verða vinnumaður
góður, þrifnaðar búmaður eða jafnvel
efnamaður. Það er eigi nóg að vera
löghlýðinn, semja sig eftir lifnaðar-
háttum einnar þjóðar eða staðháttum
eins lands, heldur þarf líka að taka
sem mestum vitsmunalegum og and-
legum þroska og afla sér sem mestrar
°g sannastrar þekkingar. Réttlætis-
meðvitundin þarf að vera vel vakandi
°g skilningurinn glöggur og skýr.
Hið fyrra ber að gjöra, en hið síðara
eigi ógjört að láta. Fyrsta sporið í
attina til þess að geta tekið þessum
framförum, er að rannsaka og læra að
þekkja sjálfan sig. Hefir maðurinn
þá að mörgu leyti örlög sín í eigin
hendi. En sá fær aldrei fullkomlega
þekt sjálfan sig, er eigi skilur eða
þekkir neitt til sögu þeirrar þjóðar,
Sem hann er kominn af. Þetta er
fyllilega viðurkent, sem sýnir sig í
þvb að hvarvetna meðal mentaðra
þjóða er saga og bókmentir þjóðanna
Hgt til grundvallar sjálfri mentun-
mni, við hinar æðri skólastofnanir
hennar. Fyrst þetta er nú svo, þá
leiðir það sem af sjálfu sér, að til
þess að íslendingar fái orðið, eigi
emgöngu, sem bestir borgar í hér-
lendu þjóðlífi, heldur sem fullkomn-
astir menn, beri þeim að leggja stund
á eigin tungu og bókvísi samhliða
hérlendri mentun.”
í hinni snjöllu ritgerð sinni “Þjóð-
ararfur og þjóðrækni” í sama ár-
gangi Tímaritsins (og hún er jafn
tímabær enn og þá er hún var rituð)
rökræðir séra Guttormur Guttorms-
son þjóðræknismálið ítarlega frá
sama sjónarmiði, frá þeirri hliðinni,
“sem veit að skyldum vorum við þetta
land”, og kemst meðal annars þannig
að orði:
“Einhvers konar íhald er lífsnauð-
synlegt öllu því, sem gott er og dýr-
mætt í mannssálinni. Þú getur ekki
látið eignir andans ganga hrossa-
kaupum. Til eigna þeirra telst það,
sem kalla mætti þjóðarreynslu; það
er lífsspeki sérkennileg, sem hver
þjóð hefir með eigin kröftum unnið
úr eigin lífskjörum sínum. Það er afar
erfitt að varpa þeim arfi frá sér, og
taka sér annan, sem svo verði manni
jafn-mikils virði. Ást og trygð eru
með sama markinu brendar; þær eru
vanafastar og heimilisræknar. Rekir
þú þær á flæking, þá deyja þær.
Eins er um hugsjónir og menningar-
sérkenni. Þú getur ekki svift þeim
eignum til, né haft þær í skifta-bralli,
þér að skaðlausu.
Það er því auðsætt, að of skjótar
þjóðernis-sviftingar eru skaði þessu
landi, fremur en ábati. Ef vér vörp-
um frá oss ást vorri til íslands og ís-
lendinga, þá gengur oss ver á eftir að
elska nokkurt land, nokkra þjóð, og
verðum svo fyrir bragðið kaldlyndari
gagnvart kjörlandinu. Ef vér meg-
um ekki hlúa að frændrækninni, þá
eru litlar líkur til þess, að vér verðum
ástúðlegri við vandalausa. Ef vér