Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 52
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
unni heiman um haf, er orðið hefir
fasttengdari og fjölþættari með ári
hverju. Þannig var fyrsti Vest-
mannadagur, sérstaklega helgaður
íslendingum í landi hér, haldinn á
Þingvöllum 2. júlí 1939 með mikilli
viðhöfn og við mikla aðsókn. Var
Steingrímur Arason kennari einn af
hvatamönnum þess, að dagurinn var
haldinn, en þeir Jónas Jónsson al-
þingismaður, Valtýr Stefánsson rit-
stjóri og fleiri höfðu áður hreyft
þeirri hugmynd. (Smbr. grein Stein-
gríms “Vestmannadagur”, Morgun-
blaðið, 10. maí 1939). En hér var þó
aðeins um byrjunarspor að ræða í
samstarfinu við oss.
Hinn 1. desember það ár var stofn-
að Þjóðræknisfélag á íslandi, og er
þetta markmið þess, samkvæmt bréfi
frá stjórn þess (dags. 27. jan. 1941)
til stjórnarnefndar Þjóðræknisfé-
lagsins hér vestra:
“Félagið var stofnað í þeim til-
gangi, að efla menningarsamband ís-
lendinga austan og vestan hafs, að
annast móttöku Vestur-fslendinga,
sem heimsækja okkur, að stuðla að
Ameríkuferðum okkar heimamanna
til viðkynningar og fyrirlestrahalds,
að gangast fyrir árlegum Vestmanna-
degi og yfirleitt að efla bræðralagið
með hverju því móti, sem auðið er.”
Lýkur bréfinu með þessum tíma-
bæru orðum: “Aldrei hefir verið rík-
ari þörf á samstarfi allra íslendinga
en nú. Við fundum það átakanlega
1. des. 1939, þegar félag okkar var
stofnað, að hin andlega menning smá-
þjóðanna er í hættu. Þann dag var
ráðist á Finna, þá Norðurlandaþjóð-
ina, sem fékk sjálfstæði sitt um líkt
leyti og við íslendingar. Við höfum
skilið það betur með hverjum degi
síðan, að örlög lýðræðisþjóðanna eru
okkar örlög.
“Við sendum ykkur bróðurkveðj-
ur og óskum að íslenskt þjóðerni og
íslensk þjóðrækni megi eflast að
sama skapi og hætturnar hafa aukist.”
í stjórn félagsins voru, er bréf
þetta var ritað, þeir Jónas Jónsson al-
þingismaður, Ásgeir Ásgeirsson
bankastjóri og Valtýr Stefánsson,
ritstjóri. Núverandi formaður fé-
lagsins er Árni G. Eylands fram-
kvæmdastjóri, sem er íslendingum
vestan hafs að góðu kunnur síðan
hann ferðaðist um bygðir þeirra og
fyrir vakandi áhuga sinn á samvinnu-
málunum við oss. En að baki þeim
stendur stór og vaxandi hópur á-
hugasamra áhrifamanna og kvenna
um gagnkvæma og aukna samvinnu
við íslendinga í landi hér.
Hefir Vestmannadagur verið hald-
inn árlega undir umsjón félagsins;
þá voru þau Gunnar B. Björnson og
kona hans gestir þess í íslandsför
sumarið 1940; einnig bauð það þeim
dr. B. J. Brandson og frú hans í
heimsókn til íslands sumarið 1941,
en eigi gat þó orðið af ferð þeirra að
því sinni.
Fleira hefir Þjóðræknisfélagið á
fslandi unnið oss til þarfa. Það hefir
átt þátt í að afla kaupenda að Sögu
íslendinga í Vesturheimi, og hlutast
til um það, að Sveinn Björnsson, rík-
isstjóri íslands, herra Sigurgeir Sig-
urðsson, biskup fslands, og séra Frið-
rik Hallgrímsson, dómprófastur, töl-
uðu á hljómplötur ávörp til vor ís-
lendinga í landi hér, og fundu fagur-
yrtar bróðurkveðjur þessara leiðtoga
heimaþjóðarinnar næman hljóm-