Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 53
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS 29
grunn í hugum landa þeirra hér í
álfu; þær hafa og að sjálfsögðu verið
þakkaðar með kveðjum héðan til
heimalandsins eftir því, sem ástæður
hafa leyft.
En eigi hefir Þjóðræknisfélagið á
íslandi látið þar við lenda. Eins og
löngu er kunnugt sendi það félagi
voru íslandskvikmynd til sýningar
vestur hér, og fylgdi þeirri góðu
gjöf bréf frá Árna G. Eylands, for-
seta Þjóðræknisfélagsins á íslandi,
svohljóðandi að meginmáli:
“Svo hefir samist um milli félags
vors og Sambands ísl. samvinnufé-
iaga, að það eftirléti oss eina eftir-
mynd af íslandskvikmynd þeirri, er
það hefir látið gera. Biðjum vér
yður að taka við henni sem lítilli gjöf
frá oss til Þjóðræknisfélags íslend-
mga í Vesturheimi. Það er ósk vor,
að myndin verði sýnd fyrsta sinni á
þingi Þjóðræknisfélagsins í vetur, en
síðan eins og félagi yðar hentar og
til vinst.
Það er von vor og trú, að hin um-
fasdda mynd geti þar sem hún verður
sýnd gert nokkurt gagn, rifjað upp
minningar um ísland hjá þeim, sem
þasr eiga, og verið nokkur fræðsla
Um ættlandið, þeim sem af íslensku
bergi eru brotnir, en hafa ísland
aidrei augum litið. Fræðsla um land
°g þjóð, atvinnuhætti og atvinnu-
möguleika.
Þessari sendingu fylgja hugheilar
óskir til Þjóðræknisfélags fslend-
^nga í Vesturheimi, frá félagi voru og
uhum þeim góðu aðilum, er við send-
mgu hennar hafa verið riðnir. Vér
v°num, að myndin komist vel í hend-
y^ar og að gagn það og gleði, sem
þér hafið af henni, verði í samræmi
við þann hug og þær óskir, er fylgja
henni til yðar.”
Samkvæmt ósk gefenda var ís-
landskvikmynd þessi sýnd fyrsta
sinni vestan hafs á hinni almennu
samkomu í sambandi við þjóðræknis-
þingið 1942, að viðstöddu svo miklu
fjölmenni, að margir urðu frá að
hverfa. Hefir hún síðan verið sýnd
víðsvegar í bygðum íslendinga vest-
an hafs beggja megin landamæranna
og margsinnis á sumum stöðum (t. d.
5 sinnum í Winnipeg), og verið mik-
ill og merkur liður í útbreiðslustarfi
félagsins. Alstaðar hefir henni ver-
ið vel tekið og má því fullyrða, að
hún hafi bæði treyst ættarböndin ís-
lensku og verið drjúgur stuðningur
þjóðræknisviðleitninni í landi hér.
Má því með sanni segja, þó eigi
hafi alt verið talið, að stofnun Þjóð-
ræknisfélagsins á íslandi hafi þegar
reynst hið merkasta og heillavænleg-
asta spor í áttina til aukinna menn-
ingarlegra samskifta milli íslendinga
austan hafs og vestan.
En fleiri stoðir renna nú úr þeirri
átt undir brúna yfir hafið, milli vor
og stofnþjóðarinnar íslensku. Er þar
átt við frumvarp það um styrk til ís-
lendinga vestan hafs til náms í ís-
lenskum fræðum við Háskóla íslands,
sem Bjarni Ásgeirsson alþingismaður
flutti og Alþingi íslands samþykti
og afgreiddi sem lög 22. maí 1942.
Var lagafrumvarp þetta undirritað af
Sveini Björnssyni ríkisstjóra. og
prófessor Magnúsi Jónssyni, þáver-
andi kenslumálaráðherra, 4. júlí sama
ár. En Þjóðræknisfélagið er beinn
aðili í þessu máli, því að kenslumála-
ráðherra íslands veitir styrkinn, að
fengnum tillögum stjórnarnefndar