Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 57
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJOÐRÆKNISFÉLAGSINS
33
isþingið 1942 lést Árni Eggertsson,
aldursforseti stjórnarnefndar félags-
ins, er gegnt hafði starfi féhirðis um
fjölmörg ár og einnig verið vara-for-
seti. Féhirðir var þá kosinn Ásm. P.
Jóhannsson, er fyrstur skipaði þann
sess, og árum saman hafði verið vara-
féhirðir félagsins og flestum fremur
hefir borið hag þess fyrir brjósti.
f hans stað var dr. S. E. Björnsson
kosinn vara-féhirðir og endurkosinn
á síðasta þingi, en áður hafði hann
gegnt embætti vara-forseta eitt ár.
Hefir hann sérstaklega látið sér ant
um framgang heimadeildar sinnar í
Árborg og átti hlut að því, að lestrar-
félagið þar sameinaðist henni fyrir
nokkru síðan.
Guðmann Levy hefir sem áður ver-
ið fjármálaritari félagsins á um-
ræddu tímabili, og hefir nú skipað
þann sess samfleytt í áratug með alúð
°g árvekni. Sveinn Thorvaldson, M.
E. hefir undanfarin 4 ár verið
vara-fjármálaritari, og látið sér um
annað fram umhugað um fræðslumál
fólagsins, verið skólastjóri íslensku-
skóla deildar sinnar árum saman og
forseti hennar.
A þjóðræknisþinginu 1940 var
Olafur Pétursson kosinn skjalavörð-
Ur í stað Sigurðar W. Melsted, er
skipað hafði þann sess um allmörg
°g reynst félaginu hinn liðtækasti
uaaður. Hefir hinn fyrnefndi síðan
Verið endurkosinn í það embætti, en
jafnframt síðustu árin haft umsjón
^eð húseign félagsins, fyrv. skóla-
húsi Jóns Bjarnasonar skóla, og unn-
Jð með því nytjastarf í félagsins
þágu.
En svo að menn geti fengið gleggra
yfirlit yfir starfsmenn félagsins á
ýmsum tímum, þá fylgir grein þess-
ari skrá yfir þá og starfstímabil
þeirra í hinum ýmsu embættum. Sýn-
ir sú skrá, þó beinaber sé, að margir
eru þeir orðnir, sem á liðnum árum
hafa eigi séð eftir tíma eða fyrirhöfn
til þess að gegna hinum ólaunuðu
embættum félagsins, og ber það gott
vitni um ræktarhug þeirra til félags-
ins og mála þess.
Niðurlagsorð
Svo munu margir mæla, og eigi að
ástæðulausu, að sá, sem grein þessa
ritar, standi of nærri Þjóðræknisfé-
laginu til þess að fella dóm á gildi og
gagnsemd þess starfs, sem félagið
hefir haft með höndum undanfarinn
aldarfjórðung, enda skal eigi farið
langt út í þær sakir. Er og svo löng-
um, að framtíðin kann sannar og bet-
ur að meta slíka starfsemi heldur en
nærsýn samtíð, er lítur á málin gegn-
um margvíslega lituð gleraugu.
En þrátt fyrir það, sem kann að
hafa verið látið ógert eða hálfgert á
farinni leið, og þrátt fyrir andstöðu
og skilningsleysi, sem félagið hefir
stundum átt að mæta úr sumum átt-
um, mun enginn með sanni geta neit-
að því, að það hefir unnið margt
þarfra verka og orðið mikið ágengt í
þjóðræknisáttina inn á við meðal ís-
lendinga í landi hér, treyst ættar-
böndin milli þeirra og heimaþjóðar-
innar og aukið virðingu þeirra út á
við. Samfara auknum skilningi á
hlutverki þess hefir góðhugur í garð
þess einnig farið vaxandi. Hinar ný-
stofnuðu deildir þess í tveim megin-
bygðum fslendinga í Manitoba, og
ítök þess annarsstaðar á síðari árum,
sýna að það er að færa út kvíarnar;
en enn eru þó ónumin lönd í ýmsum