Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 63
SKRIFAÐ FYRIR LEIKSVIÐIÐ
39
Rithöfundurinn: Eg þarf ekki á
andagift að halda né innblæstri
fyr en í niðurlagi sögunnar (þögn).
Skrifstofustúlkan: Það er engin á-
stæða til, að margt sé að mann-
eskju, sem maður skapar sjálfur af
ásettu ráði. Auðvitað gerir maður
hana eins góða og framast má
hugsa sér — með alla kosti og lausa
við alla galla. Ó, hvað það væri
gott að vera skapaður af manni sem
hefði háar hugsjónir.
Rithöfundurinn: Já, fyrir lífið og
veruleikann, en þegar til skáldsögu
persónu kemur, því óhæfari, þvi
betri og fullkomnari sem hún væri.
Það eru einmitt gallagripirnir í
skáldsögunni sem vekja athygli,
jafnvel samúð og aðdáun lesand-
anna, en ekki hinir — kostagrip-
irnir. Við verðum því að skapa
°kkar sögupersónur í guðs mynd,
það er að segja, þær verða að vera
eins og persónur skapaðar af guði,
nefnilega með alskonar annmörk-
um og stórgöllum, til að vera í
samræmi við lífið og veruleikann.
Ef fólkið vissi fyrirfram, að sagan
hijóðaði um lýtalausar persónur,
mundi það ekki líta við henni. Þá
^yrst er athygli fólksins vakin og
ahugi á lestri sögunnar, þegar það
finnur í henni spegilmynd af sjálfu
Ser — jafnvel þó það vilji ekki
kannast við það fyrir öðrum.
Skrifstofustúlkan: Þá má sagan ekki
Vera öfgaspegill.
Rltköfundurinn: Hversu afskræmd-
ur sem maðurinn er í spéspegli,
getur hann ekki neitað því, að
sPegilmyndin er af honum. Og
aldrei getur spegill afskræmt hann
Sv°, að hann ekki þekki sjálfan sig.
Annað: Maðurinn veitir sér enn
meiri athygli í spéspegli en nátt-
úrlegum spegli. í spéspegli er hann
annar en samt hinn sami. í spé-
spegli er hann eins og hann er ekki,
— í náttúrlegum spegli eins og
hann er. Mætti segja, að spéspegill
sé hugrænn, en náttúrlegur spegill
hlutrænn.
Skrifstofustúlkan: Þú ætlar þó eklci
að fara að sýna stúlkuna, söguhetj-
una þína í öfgaspegli eða spé-
spegli?
Rithöfundurinn: Eg ætla að sýna
hana eins og hinar sögupersónurn-
ar sjá hana — eins og hún er ekki!
Og eg þarf að geta sýnt hana eins
og hún er.
Skrifstofustúlkan: Þú mátt ekki
sýna hana nakta nema hún sé lista-
verk.
Rithöfundurinn (hróðugur) : Eg hef
hugsað mér að gera henni góð skil,
leiða hana vel í ljós. Eg hef hugsað
mér að sýna hana alveg eins og hún
er. En í sambandi við þetta er ein-
mitt hið merkilega: fólkið í sög-
unni, sem umgengst hana, er sann-
fært um, að hún sé ekki það sem
hún sýnist, og annað en það sem
hún er. Það sér hana ekki í hinu
rétta ljósi. Fólkið sjálft er hennar
spéspegill. Það sér ranga mynd af
henni í sjálfu sér — sér hana eins
og hún er ekki.
Skrifstofustúlkan: Heimskt fólk?
Rithöfundurinn: Einmitt ekki. Það
er öðru nær. Það hugsar um stúlk-
una og ályktar rökfræðislega rétt,
jafnvel vísindalega — samt skjátl-
ast því. En í niðurlagi sögunnar
verður það að fá að vita á einhvern