Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 69
GUÐMUNDUR FINNBOGASON SJÖTUGUR
II.
Guðmundur Finnbogason er fædd-
ur á Arnarstapa í Ljósavatnsskarði
6- júní 1873. Foreldrar hans voru
Pinnbogi bóndi Finnbogason og
kona hans Guðrún Jónsdóttir og hjá
þeim ólst hann upp þar til hann var
ú ellefta ári. Þá fór hann austur að
Möðrudal á Fjöllum til Stefáns
bónda Einarssonar og konu hans
Arnfríðar Sigurðardóttur, en hún var
fóstursystir Finnboga föður hans og
vildi taka drenginn. í Möðrudal var
Guðmundur smali og vinnupiltur þar
til hann var 17 ára. Nokkurrar
^enslu naut hann þar hjá Hannesi L.
orsteinssyni Fjalla-presti, er kendi
honum jafnvel dönsku og ensku auk
annars, og svo vel varð'Guðmundur
sér í þessum fræðum að síðasta
veturinn, er hann átti heima í Möðru-
^al. var hann sjálfur fenginn til að
enna tveim heimasætum á Hákon-
arstöðum á Jökuldal. En nú var lær-
óómslöngun Guðmundar vakin fyrir
alvöru, svo að hann skrifaði Einari
Jónssyni prófasti á Kirkjubæ og bað
ann að taka sig til kenslu. Þegar
ekkert kom svarið, fór hann sjálfur
Pósti á fund prófasts og tjáði
°num hug sinn. Kom það þá í Ijós,
a Prófastur hafði að vísu svarað
n°num neitandi, en bréfið og Guð-
mundur höfðu farist á mis. En þegar
Profastur frétti eftir fyrirætlunum
ans, hvort hann vildi verða prestur,
^ýslumaður, eða læknir, þá kvaðst
uðmundur ekki vilja verða neitt af
essu, heldur rithöfundur aðeins.
* *et prófastur sem sér þætti
ænlega horfa sú ráðagerð, en þó
,agði kann Guðmundi síðar, að fyrir
6tta svar hefði hann tekið við hon-
45
um. Lét hann hann vinna sér á
sumrum, en kendi honum á vetrum
undir latínuskólann. Hafði hann áð-
ur grenslast eftir því við Guðmund,
hvort hann ætti engan að, er gæti
styrkt hann gegn um skólann. En
er Guðmundur kvað nei við því, þá
sagði sr. Einar: “Það gerir ekkert
til. Ef maður er vel gefinn og vand-
aður maður, þá kemst maður altaf
áfram í heiminum. Og nú er best
að þú byrjir að læra undir skóla.”
Segir Guðmundur að þessi orð hafi
orðið sér minnisstæð eins og öll hin
drengilega framkoma sr. Einars við
sig. Eftir tveggja vetra nám var
GuðmUndur svo langt kominn, að
hann gat sest í þriðja bekk latínu-
skólans; lagði sr. Einar með honum
þann vetur, en síðan var hann sjálf-
bjarga, vann fyrir sér í kaupavinnu á
sumrin, en með kenslu á vetrum, tók
hann stúdentspróf með ágætiseinkun'
1896 og sigldi samsumars til Háskól-
ans í Kaupmannahöfn.
Á háskólanum naut Guðmundur
Garðsstyrks, eins og fleiri landar,
auk einhverra smáframlaga frá vin-
um á íslandi. Las hann heimspeki
með sálarfræði sem aðal námsgrein
hjá H. Höffding og lauk meistara-
prófi (M.A.) vorið 1901. Sótti hann
þá um Hannesar Árnasonar styrk-
inn, en hann var veittur Ágústi H.
Bjarnasyni. En þá veitti þingið
honum sama styrk (2000 kr.) á ári í
tvö ár til þess að kynna sér uppeldi
og fræðslumál erlendis; en þetta var
einmitt á þeim árum sem menn voru
að hugsa um að koma fræðslumál-
unum, einkum barna og unglinga
fræðslu, í fast lögákveðið form.
Fór Guðmundur nú um Danmörk,