Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 72
48
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
skólanum og til þess að Einar H.
Kvaran kom vestan um haf með fyr-
irmyndir barnaskólanna í huga.
Á hinn bóginn var Guðmundur ef-
laust í fræðslumálunum með líf og
sál, sést það eigi aðeins af öðrum
greinum er hann skrifaði beint um
málið (t. d. “Heimavistarskólar”,
Skírnir, 1905) heldur kemur það
einnig fram í smágrein, er hann
kallaði “Smáþjóð—stórþjóð” (Skírn-
ir, 1906) að trú hans var sú, að hið
eina nauðsynlega fyrir okkur væri
mentun, mentun, og aftur mentun.
Kemur hér strax í ljós hin Sókrat-
iska bjartsýni Guðmundar, sem þrátt
fyrir öll áföll virðist eins sterk í
dag eins og hún var þegar hann var
á duggarabandsárunum.
Þess má og geta, að Guðmundur
var meðútgefandi hinnar vinsælu
Lesbókar handa börnum og ungling-
um, er gefin var út ár árunum 1907-10
í þrem bindum.
Þegar það kom til orða um 1920,
að endurbæta skólafyrirkomulag
landsins (eftir norrænum fyrirmynd-
um), þá var Guðmundur enn kosinn í
mentamálanefnd og átti sinn þátt
(með sr. Sigurði Sívertsen) í nefnd-
aráliti hennar (I.-III., 1921; IV.,
1922). Á þessum árum kom fram
afturkast gegn forntungnahatri real-
istanna; nú kölluðu því nær allir
kennarar háskólans á þyngra nám,
meiri latínu, til að þroska nemend-
urna — og líka til að vinsa úr þeim.
Var það lagt til í nefndarálitinu að
verja jafnmörgum stundum (í menta-
skólanum) til náms íslensku, latínu
og stærðfræði. Ennfremur var hér
gert ráð fyrir skiftingu þeirri í mála-
deild og stærðfræðideild, er síðar
hefir föst orðið í efstu bekkjum
mentaskólanna.
Loks hefir Guðmundur skrifað
sögu mentamálanna á Alþingi, sem
kafla af Alþingissögu þeirri er út
átti að koma 1930, en enn mun ókom-
in út.
Eins og vænta mátti liggur eigi
all-lítið eftir sálarfræðinginn Guð-
mund Finnbogason. Þau rit hans
má greina í tvent eftir því hvort þau
fjalla um almenna eða hagnýta sál-
arfræði. f hinn fyrra flokk kemur
hin fjörlega og frumlega doktorsrit-
gerð hans Den Sympatiske Forstaa-
else (1911), Hannesar Árnasonar fyr-
irlestrarnir Hugur og heimur (1912),
sem fjalla a. n. 1. um sama efni í al-
þýðlegra formi, og loks bókin Frá
sjónarheimi (1918), um fagurfræði
sjónskynjaninnar.
Eg er hvorki sálarfræðingur né
heimspekingur og er því síður en
svo bær að dæma um þessar bækur
Guðmundar á fræðilegum grundvelli-
En eflaust bregður það ljósi á
Sókratesareðli Guðmundar, að rann-
sóknarefni hans er eðli þekkingar
vorrar bæði þeirrar, sem kalla mætti
vísindalega, en einkum þó þeirrar er
listræn mætti nefnast, en sem hann
kallar “skilning samúðarinnar’ (Den
sympatiske Forstaaelse). Má segja
að þessi síðarnefndi skilningur sé
lífsnauðsyn listamönnum, hvort sem
þeir vinna í leir eða á lérefti, eða
skapa persónur í leik eða í riti, og
þessvegna mikill áfangli á braut
hvers rithöfundar, að gera sér þenn-
an skilning ljósan. Sýnir það
markvísi Guðmundar að hann skyldi
byrja rithöfundarbraut sína með svo
nauðsynlegum inngangsfræðum.