Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 77
GUÐMUNDUR FINNBOGASON SJÖTUGUR
53
ramman reip að draga, þar sem voru
aukin viðskifti fslendinga við út-
lönd og þar með aukinn ágangur á
^iálið á öllum hugsanlegum sviðum
frá hinum einföldustu hlutum, eins
°g export-kaffi og gardínum, til
hinna háfleygustu hugtaka, sem
þeir sálarfræðingarnir Ágúst H.
Bjarnason og Guðmundur urðu að
glíma við í fræðigreinum sínum.
°g það er óhætt að fullyrða að ís-
lenskan hefði fyrir löngu verið af-
skræmd til muna af hinum útlendu
áhrifum, sem yfir hana hafa gengið,
ef ekki hefðu verið á hverri öld mál-
verðirnir, sem vöktu yfir hreinleik
hennar. Hitt er auðséð, að aldrei
hefir slíkrar varnar verið eins mikil
þörf eins og á tímum núlifandi
rnanna, og er það mikið happ að hafa
átt menn eins og Einar H. Kvaran,
■^orstein Erlingsson, Stephan G.
^tephansson, Einar Benediktsson,
Guðmund Friðjónsson, sem fulltrúa
hennar í skáldskapar-máli, en menn
eins og Guðmund Björnsson, Guð-
mund Hannesson í læknamáli, Dr.
■^jörn Bjarnason, Ágúst H. Bjarna-
s°n, Sigurð Nordal og Guðmund
-^innbogason í heimspeki og á ýms-
Urn sviðum tæknis-málsins, að ó-
fdeymdum Bjarna Jónssyni frá Vogi
Sem ^ulltrúa málsins á þingi.
Eflaust hefir Guðmundur ungur
tekið ástfóstri við tunguna og
Snemma hefir hann fagnað hinum
st°ltu orðum Einars Benediktssonar
Urn það að
orð er á íslensku til
Urn alt sem er hugsað á jörðu.
^ glímunni við heimspekina hefir
ann fundið með gleði að þetta var
ekki ofmælt, því orðfátt hefir hon-
um, held eg, aldrei orðið, hvort sem
hann gróf orðin upp úr djúpum
minnis síns, eða skapaði ný af hug-
viti sínu. Og jafnsnemma hefir
hann skilið, að það sem íslenskuna
vanhagaði mest um var ekki varð-
veisla fornra orða, heldur nýsköpun
bæði á orðum og í notkun orða.
Fyrsta verk Guðmundar til að
setja tungunni reglur var starf hans
með Einari H. Kvaran og Pálma
Pálssyni í ættarnafna-nefndinni
1913. Starf þetta var unnið í tvennu
augnamiði: til þess að leiðbeina
mönnum í að taka upp góð og gild
íslensk skírnarnöfn og til þess að
gefa þeim, sem vildu taka upp ætt-
arnöfn, kost á sæmilega ríku úrvali
af íslenskum ættarnöfnum, sem flest
voru nýsköpuð af nefndarmönnum.
í þessu starfi mættust þrír andleg-
ir straumar: hinn alþjóðlegi hugsun-
arháttur E. H. Kvarans, sem var
hlyntur upptöku ættarnafnanna,
málfegrunarstefna hans og Guð-
mundar, sem vildi sníða þeim íslensk-
an stakk og hin málvísindalega
stefna Pálma, er lét sér ekki nægja
að leita orðfanga í íslenskuna forna
og nýja, heldur seildist aftur í aldir
til hinna upprunalegu orðstofna, eða
jafnvel orðróta. Gætti þess einkum,
þar sem nöfn voru dregin af staðar-
heitum eins og t. d. af -staður, -íjörð-
ur: -star, -fer. Þóttu þessi nöfn að
vonum ekki munntöm, en hinsvegar
hafa nöfn eins og Kamban, Kvaran,
Kjaran, Haralz, Kaldalóns náð al-
menningshylli — að svo miklu leyti
sem menn hafa viljað hafa nokkur
ættarnöfn. Því þegar nefndarálitið
kom út (fslensk mannanöfn. Lög,