Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 84
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að glíma við hin dýpri rök eigi síður
en dagleg fyrirbrigði eins og andlits
farða ungu stúlknanna. Jafnfús
virðist hann líka að trúa því, að það
sem satt er og rétt, fagurt og gott
hljóti að ganga með sigur af hólmi
að lokum. Hann trúir því víst, að
kvenhugsjón sú, er hann dregur úr
djúpi fornaldarinnar, Áslaugareðlið,
verði ríkara að lokum en hið ennþá
eldra villimenskueðli konunnar, sem
birtist í andlitsfarðanum. Og hver
sem les lýsingu hans á Áslaugu á
erfitt með áð verjast því að trúa með
honum.
Ef munurinn er nokkur, þá væri
hann helst sá, að þar sem Guðmundur
í eldri greinunum boðar fagnaðar-
erindi vísinda og mentunar, hetju-
dug og vinnugleði, í einu orði sagt:
drengskap þeirra manna er vaskir
eru og fara batnandi, þá glímir hann
í hinum síðari greinum við enn dýpri
rök í greinunum “Satt, fagurt og
gott” (1936), “Trú og vísindi” (1936)
og “Það sem af andanum er fætt”
(1941), í þeirri von að honum takist
að sjá hilla undir enn varanlegri
verðmæti en annars eru augljós fyrir
flestra manna sjónum.
En andlega fjörið, fyndnin og
hugkvæmnin og ratvísin í íslenskum
bókmentum að fornu og nýju eru
ávalt sjálfum sér lík í ritum Guð-
mundar.
Fyndnari greinum en t. d. “Púkinn
og fjósamaðurinn”, eða “Þorskhaus-
arnir og þjóðin” mun leitun á, en
öllu gamni Guðmundar fylgir nokk-
ur alvara.
Leitun mun einnig vera að slyng-
ari greinum á íslenska tungu en
greininni “Um ‘akta’-skrift”, enda
hefir hún með réttu lengi verið talin
ein af fullkomnustu greinum Guð-
mundar.
Hinsvegar hygg eg að íslendingar
eigi ekki völ á betri siðgæðisprédik-
un en greininni um “Drengskap”,
enda sýnir Guðmundur hvergi betur
en í henni, hvernig íslendingar
liggja enn við sterka stjóra í forn-
öldinni. “Drengir heita vaskir menn
ok batnandi” skrifar Snorri Sturlu-
son, en Guðmundur bætir við: “Það
er trú mín að í [þessum orðum] sé
fólginn grundvöllur allrar siðfræði.”
En þetta er líka eitthvert ágæt-
asta dæmi þess, hvernig Guðmundur
tekur stuttan texta úr hinum hóf-
sömu fornritum vorum og leggur út
af honum, eins og prestur út af
biblíutexta, með heimfærslu upp á
nútímann. Annað og erfiðara dæmi
slíkrar texta-útleggingar er “Hug-
vekja”, sem hefst á reglum Snorra
um mannkenningar og endar í víð-
feðmum tímabærum tillögum um
viðhald hinnar íslensku þjóðar.
Þegar augum er rent yfir feril
Guðmundar, þá er auðséð, að hann
hefir sjálfur ávalt verið drengur
hinn besti. Vaskur maður hefir hann
verið eins og best verður á kosið,
það sýnir eigi aðeins hið mikla dag-
lega starf sem dreift liggur í grein-
unum, heldur einnig fyrirhyggja
hans og sú andlega harðfylgni er til
þess þarf að skila stórvirkjum fyrir
ákveðinn tíma eins og íslendingum a
sextugs afmælinu, Mannfagnaði, er
hann er hálfsjötugur, og Hugunum,
þá er hann stendur á sjötugu. Batn-
andi hefir Guðmundur hinsvegar
ekki farið, og það af þeirri einföldu
ástæðu, að hann er þegar í upphaf-