Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 88
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
reyna að takast þetta starf á hendur,
fyrst honum væri það áhugamál. En
mér var það samt ekki ljúft, því að eg
þóttist viss um, að hann mundi vísa
mér burtu við enda mánaðarins.
Næsta kvöld tók eg við vökumanns-
starfinu eftir að Milman hafði mjög
rækilega sagt mér og sýnt mér, í
hverju að starfið væri fólgið.
Svo kom dálítið atvik fyrir, sem
mér verður lengi minnisstætt.
Það var eina nótt, í byrjun fjórðu
vikunnar, sem eg var næturvörður,
að eg fór, eins og eg var vanur að
gjöra, heim í kofann minn um mið-
nættið, til þess að hita mér te og fá
mér matarbita. Og þegar eg var bú-
inn að hita te, láta brauð og síróp
(molasses) á borðið, hella te í skál,
og í þann veginn að setjast við borðið,
heyrði eg að gengið var heim að kof-
anum, og að sá var mjög þungstígur,
sem kominn var. Eg hætti við að
setjast við borðið og beið þess, að
drepið yrði á dyrnar. Og svo leið
dálítil stund, að enginn drap á dyr.
En alt í einu var hurðinni hrundið
upp, og inn á gólfið gekk maður, hár
og gildur, og staðnæmdist skamt frá
borðinu. Hann var bersýnilega ekki
eldri en hálf-þrítugur, og heldur fríð-
ur sýnum, en hann var að sjá dökkur
og óhreinn í andliti, eins og hann
hefði komið úr steinkola-vinnu, en
hendur hans voru samt hreinar og
hvítar. Hann var í gamalli úlpu,
mjög síðri, hafði leiruga, slitna skó
á fótum, og gráan hattkúf á höfði.
Hann kastaði ekki kveðju á mig, og
viftist í fyrstu ekki gefa mér neinar
gætur. En hann færði sig nær borð-
inu og horfði á matinn, sem á því var,
eins og hann langaði ákaft í hann.
Eg varð fyrri til að taka til máls og
sagði:
“Hver ertu? Hvaðan kemurðu?
Og hvaða erindi áttu hingað?”
Hann hrökk við, leit til mín og
svaraði:
“Eg er landshornamaður og kem úr
öllum áttum eins og vindurinn. Eg
kom að norðan í gær, að sunnan í
morgun, og fer vestur innan fárra
daga. En hingað kem eg til þess að
reyna, hversu gestrisinn þú ert. Eg
er glorhungraður. Og eg þigg fús-
lega og með þökkum allan greiða,
sem sönn gestrisni býður mér.”
“Sestu að borðinu,” sagði eg, “og
gjörðu þér gott af því, sem á því er.”
Og áður en eg slepti síðasta orðinu,
var hann sestur við borðið.
“Hvar er rjómi í te-ið?” sagði hann.
“Eg hefi aldrei rjóma í te,” sagði
eg-
“En hvar er sykurinn?”
“Eg kaupi aldrei sykur,” sagði eg>
“en eg læt síróp í te, og þarna á borð-
inu er kanna með sírópi í. Gjörðu
svo vel!”
Hann lét tvær eða þrjár skeiðar af
sírópi í te-skálina, hrærði það vel
upp, og bragðaði á te-inu.
“Það er ekki svo afleitt á bragðið,
sagði hann; “það má vel drekka þa^-
En þú hefir gleymt að láta smjör a
borðið.”
“Eg kaupi aldrei smjör,” sagði eg>
“en í þess stað læt eg síróp á brauðið
mitt.”
Hann tók brauðsneið og lét síróp a
hana.
Og þegar hann var búinn að borða
þrjár vænar brauðsneiðar (en það var
alt það brauð, sem á borðinu var), °S
þegar te-skálin var tóm, þá rétti hann