Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 95
HeimssRoCksn forfeöra vorra
Eftir séra Valdimar J. Eylands
I.
Ein helsta frumheimild um hátta-
lag og útlit forfeðra vorra er hinn
rómverski sagnaritari Tacítus (f. nál.
54 e. Kr.). Á hans dögum höfðu
Rómverjar lengi átt í höggi við hinar
ýmsu þjóðir norður Evrópu, sem einu
nafni voru nefndir Germanar. Er það
nffista merkilegt, hversu góða sögu
þessi forni annálaritari ber hinum
írumstæðu þjóðum, sem hann þó
hafði fulla ástæðu til að skoða sem
skæða fjandmenn hins rómverska
ríkis. Telur hann þá alla líka að ytra
uthti, stóra, bláeygða menn með gult
hár. “Annaðhvort reiði guðanna eða
viska þeirra hefir fyrirmunað þeim
nð eignast gull og silfur“, segir hann.
^eir hafa hvorki skurðgoð né hof”
Segir hann ennfremur, “en tilbiðja
guð sinn í helgum jarðföllum.” Hann
telur þá leita frétta um óorðna hluti
með viðarsprekum, einvígum og
^reyfingum helgra hesta. Sjálfstæð-
^sandann telur hann svo ríkan hjá
þessum mönnum, að þeir vilji ekki
k°ma á samkomur á tilsettum tíma
ti! Þess að ekki líti svo út, að þeir
fylgi þar ytra valdboði.
■^ugar heimildir eru til um það,
Venær hinir forn-germönsku og
skandinavisku forfeður vorir skipu-
ð&ðu heimsskoðun sína. Vafalaust
er þar um langa framþróun að ræða,
efni hennar dregið að úr ýmsum
attum. x heimsskoðun þeirra, en
mnkum þó í guðfræði þeirra og sið-
ræði kennir drjúgra áhrifa frá Pers-
Uln. Grikkjum og Rómverjum, og
einnig frá kristinni trú, sem var að
ryðja sér til rúms í Norðurálfu um
það leyti sem þessi fræði voru fyrst
færð í letur. Eins og kunnugt er,
eru Eddurnar íslensku, sem kendar
eru við Sæmund og Snorra bestu
heimildarritin í þessum efnum.
Lífsskoðun sú sem Eddurnar bera
vott um er fjölgyðistrú. Einkum eru
það tveir flokkar goða, ill og góð,
sem þar eiga í stöðugri baráttu. Er
þetta einskonar spegilmynd af hinum
ytri aðstæðum sem menn áttu við að
búa, þar sem sól og sumar eiga í stöð-
ugu stríði við myrkur, vetrarríki,
gróðurleysi, öldur hafs og brimgný.
Baráttan er óumflýjanleg, manndáðin
er hin mesta skylda, staðfesta í öll-
um erfiðleikum hið æðsta boðorð.
Baráttan er um líf og dauða, frelsi og
forlög, frívilja og nauðsyn, ilt og
gott. Þeir á meðal guðanna, sem
ráða ljósi og lífi, verða vinir fóiksins,
hinir, sem baka myrkur og mæðu,
svarnir óvinir þess. Þannig er það
ávalt með frumstæðum þióðum. f
heitu löndunum, eins og t. d. Egypta-
landi var Typhon, þrumuguðinn,
erkifjandinn, en jötnarnir og hrím-
þursarnir á sama hátt skæðustu óvm-
ir Skandinava. En af lífsskoðun
manna skapast jafnan skoðunin á
umhverfi þeirra, eða heimsskoðunin.
Á mynd þeirri sem hér fylgir (bls.
74) er tilraun gerð til að gera sér
grein fyrir þessari fornu heimsmynd
forfeðra vorra, eins og hún er sett
fram í Völuspá, og Gylfaginning.
Gylfi konungur gengur á fund Ása