Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 104
80 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA og t. d. Lindemán, er safnaði alþýðu- söngvunum og dönsunum, heldur ger- ast sumir svo stórhuga, eins og ívar Aasen, að reyna að sameina mállýsk- urnar norsku og mynda úr þeim heildarmál á fornnorrænum grund- velli í stað dönskunnar, sem lagt hafði landið undir sig. Rís þá upp hinn glæsilegasti her- skari nýrra ljóðskálda, með Wel- haven og Wærgeland í broddi fylk- ingar. Ekki höfðu þeir óðar hafið upp röddina en upp skýtur tónskáld- um, sem gefa kvæðum þeirra hina fegurstu umgjörð í söng. Helstur þeirra og ástsælastur var Halfdan Kjerulf. Lifði hann það að sjá mörg hin fegurstu ljóð Björnstjerne Björn- sons og túlka þau í söng. Svo þegar lengra líður fram á öld- ina, eru þeir Ibsen, Björnson, Vinje, Garborg, Kragh og fleiri ljóðskáld í almætti sínu, og jafnhliða þeim eru tónskáldin Selmer, Svendsen, Grieg, Sinding og margir aðrir, sem syngja inn í þjóðina öll þeirra ljúfustu ljóð í hinum glæsilegustu tónum, er óef- að standa jafnfætis því besta, sem ort hefir verið á tungumáli söngsins. Er Grieg vafalaust þeirra mestur, — enda enginn, sem stendur honum á sporði í sönglagagerð, þegar Schu- bert einn er undan skilinn. ★ Edvard Hagerup Grieg fæddist í Björvin í Noregi 15. júní 1843. Hann var af skotsku kyni í föðurætt. Lang- afi hans kom ungur til Noregs og settist þar að, stundaði verslun og kvæntist norskri konu. Afi hans, Jón, átti einnig þarlenda stúlku og var ræðismaður Breta þar í borginni. Hans son, Alexander, faðir tónskálds- ins, kvæntist söngfróðri stúlku, Gesine Hagerup að nafni. Hún var svo vel að sér í hljóðfæraslætti, að hún lék iðulega á opinberum sam- komum. Úr þeirri ætt er talið að Edvard hafi erft hljómlistargáfuna. Hann kyntist því snemmendis verk- um snillinganna, því Mozart og Weber voru uppáhalds tónskáld móð- ur hans. Hún kendi honum ungum að leika á slaghörpu, og er sagt, að tólf ára hafi hann samið sitt fyrsta tónverk. Honum var leyft að taka það með sér á skólann og sýna það kennara sínum. En kennarinn tog- aði í hárlubbann á honum og skipaði honum að eyða ekki tímanum frá þarfara námi í slíka vitleysu. Föður Edvards var heldur aldrei mikið gefið um þetta hljómlistarnám hans, jafnvel ekki eftir að hann hafði öðlast frægð í þeim efnum. En hann var vel mentaður maður og hafði að öðru leyti góð áhrif á son sinn. Ein- hverju sinni tók hann drenginn með sér í skemtiferð inn til fjalla, og varð hann þá svo hrifinn af hinni hrikalegu náttúrufegurð, fossum og fjöllum, hamrakleifum og jökul- bungum, að hann var kominn á fremsta hlunn með að gerast listmál- ari. Heimili þeirra hjóna virðist hafa staðið opið alskonar mentamönnurn og listafólki. Þannig var, til dæmis, hinn heimsfrægi fiðluleikari Ole Bull vinur þeirra og heimagangur. Hann tók snemma eftir hinum óvenjulegu hæfileikum drengsins og lagði að foreldrum hans, að setja hann á hljómlistaskólann í Leipzig. Þau höfðu víst undirniðri komist að sömu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.