Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 109

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 109
EDVARD GRIEG 85 Enda líkar það tíðum einum betur, sem öðrum þóknast ver. í heild sinni má segja um sönglög Griegs, að yfirgnæfandi fjöldi þeirra beri á sér þunglyndisblæ. En innan um er þó vorblær og blóma-angan og svo innilegur fögnuður, að þau verma menn inn að hjartarótum, og þrátt fyrir ævilangt heilsuleysi og veika líkamsburði eru tónverk hans heil- brigð í anda, og verða því aldrei að veikgeðja raunavæli eða kveinstöf- um. En þótt þau séu hrein og fögur, °g oft björt, þá eru þau, sum hver, svo óvenjuleg, að oft getur það tekið allmikla fyrirhöfn að komast inn að insta kjarna þeirra, þegar og þar við i^ætist, að raddaskipan, tónasambönd °g tónstigaskifti eru oft svo hraðfara °g óvænt, að erfitt er einatt að átta sig á þeim. En þegar skilningurinn er fenginn, þá breiðist heildin út eins °g litauðugt málverk eða eins og lit- fófið í kristallinum. Stundum leik- Ur hann á kostum, einkum í dönsun- um og tröllasláttunum. Kennir þar tryllingsins og hrottabragsins, sem þykir einkenna suma norsku alþýðu- söngvana og þjóðdansana. Merkur fiðluleikari, sem lék með Grieg einhverju sinni á samkomum víðsvegar um Evrópu, skrifar vini sínum síðar “Verk hans eru full af ^ilfinningahita og skáldlegri fegurð. Þvi oftar sem eg leik þau, því dýr- ^ætari verða þau mér. Eg finn altaf uýja fegurð og hreinleika. En fáir vita hvernig á að gjöra þeim rétt skil. Tli þess verður maður að þekkja hann sjálfan, hið tignarlega föðurland hans og hið norska skapferli”. Margir iistamenn hafa vitanlega komist inn að hjartarótum tónverka hans, en að sjálfs hans frásögn, skömmu áður en hann dó, var það ungur Ástralíumað- ur, sem lék þau af mestri snild og skilningi. Mun þar átt við hinn á- gæta slaghörpuleikara Percy Grain- ger, sem flest sönghneigt fólk hér kannast við. Lagði hann sig fyrir eina tíð eftir íslenskunámi og skrif- aði ágæta ritgjörð fyrir þetta tímarit fyr á árum. Síðustu tvö ár ævinnar var Grieg svo farinn að heilsu, að hann skrifaði nálega ekkert. Annaðist kona hans hann með hinni mestu ástúð og um- hyggju. Enda hafði einkasambúð þeirra verið mjög innileg og ham- ingjusöm. Þau áttu eina dóttur, sem dó í æsku, og hörmuðu þau hana mjög alla ævi. Grieg lifði alla ævi, að kalla mátti, í friði og sátt við umheiminn, elskað- ur af þjóð sinni og virtur af öllum, sem kyntust honum eða listaverkum hans. Brá aðeins tvisvar útaf lítil- lega. Var hið fyrra deilan, er hann lenti í útaf hljómlistaskólanum í Leipzig, og ber víst flestum saman um það nú, að hann hafi séð þar lengra en hinir afturhaldssömu kenn- arar hans. Hitt atvikið skeði löngu seinna, er hann neitaði að hafa sam- komu í París, þegar Dreyfus-málið stóð hæst á baugi. Þegar hann svo kom þangað nokkru síðar, reyndu nokkrir menn, sem tóku upp þykkj- una fyrir frönsku herstjórnina, að sprengja hljómlistarmót hans upp og hrópa hann niður. En troðfult hús áheyrenda tók völdin í sínar hendur og gaf svo yfirgnæfandi lof og lófa- tak, að öll mótspyrna varð að engu. Var hann gerður meðlimur í “Légion de Honeur”, sem talinn er víst hinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.