Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 117
Eftir séra Sigurð Ólafsson
í^essar hugleiðingar, sem fara hér
a eftir, eru um sum hin markverðustu
einkenni íslenskrar alþýðu, eins og
Þau koma mér fyrir sjónir.
Islenskt alþýðufólk á, að mínum
skilningi, ólíka afstöðu alþýðufólki
annara þjóða. Sérstæður og fágætur
þroski á ýmsum sviðum er þess vald-
andi, að það á fáa sína líka, þó víða
sé leitað. Það er alþýðufólkið, sem
birtir glöggvast hin frumstæðu ein-
kenni hverrar þjóðar; það er alþýða
^anna, sem er hinn sanni spegill
kverrar þjóðar. — Hinir svonefndu
laerðu menn, með hverri þjóð eiga sér
a|t aðra afstöðu. Þeir eru slípaðir og
Þjálfaðir eftir viðteknum reglum og
kúnstum skólanna. Óskólagengni
^aðurinn, sem mitt í starfi sínu hefir
auðgað anda sinn, birtir sannan og
raunverulegan þroska þjóðar sinnar.
já honum, í afstöðu hans, birtist
^nn andlegi máttur þjóðarinnar.
°rg 0g merkileg eru þau sérkenni
ns íslenska alþýðumanns, sem eru
Pess órækur vottur, hve óvenju mátt-
ugnr að þroski hans hefir verið, öld
^tlr öld. Síst hefir hann þó verið of-
°fi hlaðinn. Oftar en hitt hefir hann
[er.ið kúgaður; hann hefir átt við
rðng kjör að búa, um margar aldir.
U ^e^ir hann verið furðulega sjálf-
®tæður. Mitt í öreigabaráttu sinni,
k?^ir honum lærst, “Að bera höfuð
aj^. ^ fátækt, þrátt fyrir
• Sumar lýsingar skálda og rit-
, . Uuða "— og enda álit svonefndra
0 ðingja og valdhafa — hafa síst
verið íslenskri alþýðu lyftistöng á
leið. Alþýðumaðurinn íslenski, hvort
helst hann er nú bóndi, sjómaður eða
verkamaður, er talinn að vera kaldur,
fámáll og óþjáll. Stundum hefir hann
verið uppnefndur og kallaður durgur.
En ef íslendingurinn er þurr á
manninn, óframfærinn, eða fáorður,
þá stafar það síst af tilfinningaskorti
eða heimsku. Lífskjör íslensks fólks
hafa oft verið ærið þung; við fáa
hefir verið að kvarta.
íslendingar, margir hverjir, hafa
þegið að vöggugjöf stórbrotna lund,
sjálfstæðar skoðanir og þroskað til-
finningalíf; þeim hefir verið ógjarnt
að kvarta, óljúft að skríða að fótum
kúgara sinna, og því á stundum kast-
að yfir sig íshjúp, til þess að verjast
aðkasti lífsins — til þess að geta bor-
ið með jafnaðargeði hið misjafna,
sem lífið réttir að þeim.
Hlutskifti hins íslenska manns'hef-
ir jafnan verið hörð barátta fyrir lífi
sínu og sinna, bæði til lands og sjáv-
ar. — Sú barátta — í mannraunum og
þrautum og kyrstöðu aldanna — er
ein og út af fyrir sig, glæsilegt um-
hugsunarefni, sem lítt hefir enn verið
snert við í sögu þjóðar vorrar; en sem
þó ætti að gera söguleg skil, áður en
of langt um líður.
Undir breytilegum og þungum lífs-
kjörum, mitt í öreigabaráttu öld eftir
öld, hefir íslensku fólki tekist það,
öllum vonum framar að vernda mörg
dýrmæt sérkenni sín. Sjálfstæði í
hugsun og afstöðu er eitt af þeim.
Oft hefir það verið ærin þrekraun.