Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 118

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 118
94 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Tíðum hefir lífsbaráttan verið þess eðlis, að til þess þurfti óvenjumikið hugrekki og styrka lund. Oftar en hitt hefir íslendingurinn reynst að vera “æðrulaus og jafnhugaður,” eins og sagt var um einn frægan þrek- mann íslenskan í fornöld. Það má með sanni segja, að flest verklegt — og enda listrænt — hefir íslenskri alþýðu í höndum leikið; vitni um það bera þjóðlegar hann- yrðir og listasmíði, er hefir einkent þjóðina á öllum öldum. Tvö eru þau þó einkennin, sem glöggast getur að líta í fari íslendinga fyr og síðar. Svo heillandi eru þau, svo sjaldgæf með stærri og voldugri þjóðum, að vert er um að ræða — og í huga að festa. Þessi sérkenni birtast í sögu heimaþjóðarinnar á öllum öldum. En þau eru einnig sýnileg í sögu vorri hér vestan hafs, á nærri sjötíu ára vegferð vorri, í dreifingunni í þessari álfu. Einkenni þau sem eg á hér við eru: Óslökkvandi þrá eftir fræðslu — lestrarhneigð, er varir ævi- langt, samfara nærri ómótstæðilegri löngun til þess að skrifa um hugðar- efni sín. Lestrarhneigðin er íslenskri al- þýðu í blóð borin. Löngunin til fræðslu er óslökkvanleg, ekki síst hjá sumu voru elsta fólki. Á bernsku- tíð þeirra, sem nú eru aldurhnignir, heima aldir íslendingar, voru tæki- færin til skólagöngu flestum lokuð leið. En það er í hópi íslensks al- þýðufólks, uppöldu bæði heima á ís- landi, en einnig hér vestra, fólks, er naumast hefir inn fyrir skóladyr komið, sem eg hefi mætt sumu sann- mentaðasta fólkinu, á ævileið minni. íslendingurinn á oft alveg óvenju- lega sterka námslöngun, ef til vill, af því, að skólaganga var honum með öllu fyrirmunuð í æsku hans. En þráin til að fræðast varir ævilangt. Sem dæmi í þá átt vil eg nefna til- felli, er átti sér stað í þjónustutíð minni í Gimli-prestakalli. Þar kynt- ist eg öldruðum heiðursmanni, all- mikið yfir sjötugt, þá vistmanni á Betel. Aldrei á ævinni hafði hann átt kost á að læra bókstafareikning. Hann beiddi konuna mína um tilsögn í þeirri grein, og gekk að námi með gleði og áhuga ungs skólasveins, og ágætum árangri. — fslendingurinn á að jafnaði mikla þrá til að kryfja hvert málefni, sem honum er hugleik- ið, til mergjar. Oft hefir honum tek- ist það svonefndum lærðum mönnum betur, að lesa sig inn í hin duldu rök, er bak við sögu hvers máls liggja- Það einkenni hans hefir honum löng- um reynst örugg vörn gegn skríltog- urum — á ýmsum sviðum; fyrir það hefir hann ekki orðið að jafnaði upp- næmur fyrir öllum vindum er blésu; brjóstvit hans og gagnrýnis hneigð hafa oft verndað hann fyrir því, að verða skrumurum að bráð. Ást hans á gagnlegum og góðum bókum hefir gengið lotningu næst. Fyrir níu árum síðan, átti eg stutta dvöl í Reykjavík. Meðan eg var þar, kom eg stundum á Elliheimilið 1 Reykjavík. Þar kyntist eg ofurlítið Sigurði Erlendssyni, fyrrum bók- sala. Hann var þá blindur og elli' hrumur. Einu sinni leiddist samtal okkar, að aðalævistarfi hans, sem var að fara um landið á vetrum berandi bóka-birgðir sínar. Orð lét eg falla i þá átt, að slíkt hefði verið örðugt og vanþakklát starf. Bros færðist yfir blinda andlitið, er hann sagði mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.