Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 120
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
staklega tvo menn, sem ókleift er
framhjá að ganga, úr all-stórri fylk-
ingu alþýðumanna, er með öllum
sanni má nefna alþýðufræðara, svo
óþreytandi sem þeir voru að safna
fróðleik og bókfæra hann, og þannig
að vernda frá glötun gagnleg verð-
mæti fyrir þjóð sína.
Þeir intu báðir, hver á sinn hátt, af
höndum fágætt verk Hinn fyrri er
Gísli Konráðsson. — Manni hlýnar
um hjartaræturnar við að hugsa um
Gísla. Hann var fæddur á Völlum í
Hólmi, 18. júní 1787. Fulltíða maður
kvæntist hann og fór að búa; bjó
hann á ýmsum stöðum í Skagafirði.
Oft var þröngt í búi hjá honum. Börn
átti hann nokkur. Konráð prófessor
var eitt þeirra. Margt merkra manna
er í hópi afkomenda Gísla. Ekki var
hann settur til neinna menta. Gísli
varð háaldraður maður. Segja mátti
að hann skrifaði og stundaði fræði
sín fram í andlátið. Með hálfstirðn-
uðum fingrum, förlandi sjón og
hnignandi heilsu starfaði Gísli að
fræði og sagnaritun sinni.
Séra Matthías Jochumsson minnist
Gísla (sjá Sögukafla hans, bls. 128,
o. s. frv.) á þessa leið: “Síðan
Espólín leið, má óvíst kalla, hvort
nokkur íslenskur fræðimaður hefir
náð Gísla að fróðleik, skarpleik og
minni.”
Talið er það sennilegt að Jón
Espólín sýslumaður hinn fróði hafi
haft áhrif á Gísla í æsku hans og
hvatt hann til fræði-iðkana. Alla sína
búskapartíð fékst Gísli við ritstörf
hvenær sem mögulegt var, hvort
hann var af bæ eða á. Það var fyrst á
efri árum, eftir að hann fluttist til
Flateyjar á Breiðafirði, að hann gat
gefið sig allan og óskiftan að fræða-
grúski sínu. Um 25 ár er hann dvaldi
þar, er talið að hann hafi naumast
litið upp frá skrifum sínum. Þættir
úr sögu íslands voru meginmál fræða
hans; er talið að hann hafi meira
uppskrifað eftir sig látið, snertandi
íslenska sagnfræði, en nokkur annar
maður frá alda öðli. Sum rit hans
eru um einstaka menn; Þættir, Hún-
vetninga og Skagfirðinga sögur;
ættfræði og atburðasögur. Þess utan
hefir hann safnað þjóðsögum og
hindurvitna sögum. Bókfróður ís-
lendingur hefir komist þannig að
orði: “Að öllu samanlögðu minna rit
Gísla mjög mikið á hin frægu sagna-
rit Heródóts.” Að sönnu getur menn
ávalt greint á um gildi slíkra rit-
starfa; en enginn getur efast um
óslökkvandi þrá Gísla til að fræða
þjóð sína og “merkja og draga a
land,” margþætta fræðslu, er ella
myndi með öllu glatast hafa.
Annar ógleymanlegur alþýðumað-
ur og athafnamaður á sama sviði var
Sighvatur Grímsson Borgfirðingut •
(f. 20. des. 1840). Hann ólst upp v^
sárustu fátækt og enga mentun. —
Ungur að aldri kyntist hann Gísla
sagnafræðing Konráðssyni, urðu þeir
vinir. Sighvatur var þá í vinnu-
mensku í Flatey, þar sem Gísh
dvaldi, og átti fáar tómstundir, sem
að líkindum lætur. Hinar einu voru
sunnudagar og landlegudagar. Sat
hann sig lítt úr færi, að safna alskon-
ar fróðleik og skrifa hann upp. HanU
kvæntist, og átti fyrir konu og ^
börnum að sjá. Árum saman let
nærri að lífsbarátta hans væri honum
ofurefli. Þó varð hann frábær af'
kastamaður til ritstarfa. Afskrift11
hans af ýmsum ritum eru víðsvegar