Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 141
Ef alt skeikar að sköpuðu, verður
Island lýðfrjálst land í annað sinn á
næsta sumri, eftir hátt á sjöunda
hundrað ára erlenda konungsstjórn.
Með þeim atburði ætti að rísa nýr
®hugi, nýtt andlegt líf, ný alda lista
°g bókmenta í landinu, einkum meðal
hinnar upprennandi kynslóðar.
Að líkindum verður þá danska
krossinum smeygt út úr þjóðfána
ríkisins. Er þá ekki óhugsanlegt, að
flaggið, sem Einar Benediktsson orti
um ___
^júkt sem blómstur himinhæða,
hreint sem jökultindsins rún —
Verði dregið afi hún hins nýja ís-
lenska lýðveldis. Það liggur vitan-
lega alt í kjöltu guðanna og höndum
Þjóðarinnar sjálfrar.
En hvað er um þjóðsöng íslands?
Eftir því, er vér best vitum, er
enginn löggiltur þjóðsöngur til hjá
íslenska ríkinu.
f heila öld eða lengur hefir “Eld-
§amla ísafold” verið sungið á sam-
°mum og mannamótum íslendinga
víðsvegar um heim. Sú tilfinning
efir verið að smáþróast og vaxa
meðal fólks, að sá söngur sé ekki
engur fullnægjandi — ekki síst
gsins vegna, sem síðar verður betur
nt á. Auk þess eru tvær seinni
Vlsur kvæðisins öldungis óviðeig-
"ndi, Þar sem þær eru hnjóður, bein-
lnis °S óbeinlínis, í aðra þjóð og ann-
að land.
A seinni tíð virðist hugur fólks
hafa hneigst að “Ó, guð vors lands”.
Er það jafnvel í daglegu máli talið
þjóðsöngur íslands. En einnig það,
þótt hátíðlegt og tignarlegt sé, er að
voru áliti bæði óhentugt og lítt við-
eigandi. í fyrsta lagi er ljóðið bund-
ið við einstakan, löngu liðinn atburð
í sögu þjóðarinnar, auk þess sem það
er sálmur, lofgjörð, sungin út úr og í
anda Davíðs sálma. Lagið er í sama
anda, fagurt, hátíðlegt að vísu, en
altof vítt og breitt og erfitt til al-
þýðusöngs — nær yfir stærra radd-
svið en fólki er alment gefið, og er
því ókleift nema fyrir æfða söng-
flokka. Enda á hvorttveggja best við
sérstakar minningar athafnir eða há-
tíðaguðsþjónustur.
Höfundur lagsins játaði það oft við
þann, er þetta ritar, að lagið væri of
erfitt til alþýðusöngs, og hefði als
eigi verið skrifað með það fyrir aug-
um.
Það kastar engum skugga á list og
hátíðleik ljóðsins eða lagsins, þó vér
verðum að halda því fram, að hvorugt
nái þeim tilgangi, að vera sönghvöt
ungrar uppvaxandi þjóðar. Vér þurf-
um að fá þjóðsöng fullan af brenn-
andi eldmóði hins framsækna æsku-
manns, tempraðan af reynslu og fram-
sýni þroskaðs hugsúðar, með fun-
heitu lagi, sem allir geta sungið.
íslendingar eru sönggefin þjóð, og
hafa á öllum tímum átt góða radd-
menn og konur. Er það kannske
sprottið af því, að þeir hafa ort hin á-
gætustu og rímfegurstu ljóð á öllum
tímum í síðastliðin þúsund ár. En