Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 150

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 150
126 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA (Office of War Information) gafst mér einnig taskifæri til þess að senda heimaþjóðinni jólakveðju símleiðis í nafni félags vors; hefir hún þegar verið birt hér í íslensku blöðunum, en mun hafa verið útvarpað á Islandi. Hins er þó jafnframt að minnast, að íslendingar heima munu telja, að þá bregðumst vér best við vináttumerkjum þeirra og ræktarhug, ef vér berjumst svo þjóð- ræknislegri baráttu vorri hérna megin hafsins, að stofnþjóð vorri megi verða til gagns og sæmdar. Vér megum vel hafa það hugfast, að aldrei hefir þjóð- efnislegri starfsemi vorri verið fylgt með meiri athygli af heimaþjóðinni en einmitt nú, er hún á sjálf um margt i vök að verjast á þvi sviði. Saga íslendinga i Vesturheimi Ekki verður sagt, að mikið hafi gerst i því máli á árinu. Söguritarinn, Þ. Þ. Þorsteinsson, lauk við handrit sitt að 2. bindi snemma á árinu; en komið var langt fram á vor, þegar búið var að vél- rita það og yfirfara að öðru leyti til prentunar. Handritið var síðan sent til Islands nálægt miðju sumri í umsjá Soffoníasar Thorkelssonar verksmiðju- stjóra og með góðri aðstoð dr. Helga P. Briem, aðalræðismanns Islands í New York. Komst það heilu og höldnu heim um haf í hendur Mentamálaráðs, en ekki eru enn neinar fullnaðarráðstafanir gerðar viðvíkjandi útgáfu þessa bindis. Að öðru leyti vísast til væntanlegrar skýrslu sögunefndar, sem eigi getur þó ítarleg orðið af fyrgreindum ástæðum. Þá munu einnig koma fram á þing- inu munnlegar eða skrifaðar skýrslur frá minjasafnasnefnd, nefnd þeirri er . safna skal þjóðlegum fróðleik, rithöf- undarsjóðsnefnd og Leifsstyttu-nefnd- inni. Ingólfsmálið Stjórnarnefndin hefir haft þetta mál með höndum seinni helming ársins; þykir mér því hlýða að skýra þingheimi og félagsfólki í heild sinni, í megin- dráttum frá því hversvegna það mál hefir verið á starfsskrá nefndarinnar og hverjar ákvarðanir hún hefir gert í því sambandi. Laust fyrir ágústlok barst nefndinni bréf frá fangaverðinum í Prince Albert, Sask., þar sem hann skýrði frá því, að hann hefði heimild til að láta Ingólf Ingólfsson lausan, ef einhver vildi taka við honum og sjá honum farborða. — Jafnframt gat hann þess, að Ingólfur væri við slæma heilsu, hefði nýlega sýkst af krabbameini. Ennfremur gerði fangavörðurinn fyrirspurn því viðvíkj- andi, hvort félagið hefði með höndum fé, er nota mætti í þágu Ingólfs, ef hann yrði látinn laus. Bréf þetta var tekið til rækilegrar athugunar á stjórnar- nefndarfundi seinni partinn í september, en hafði áður verið svarað til bráða- birgða. Urðu mjög skiftar skoðanir um þetta mál á fundinum, en að lokum var samþykt að skrifa fangaverðinum á þá leið, að félagið hefði í vörslum sínum afganginn af fé því, sem safnað hafði verið Ingólfi til varnar (“Ingólfs- sjóð”). Jafnframt bauðst stjórnarnefnd- in til að greiða Ingólfi til framfærslu, ef hann yrði laus látinn og hæfur sama- staður fundinn fyrir hann, $25.00 mán- aðarlega í tvö ár, eða þangað til dauða hans bæri að höndum, ef það yrði innan þeirrar tímalengdar. Snemma í október þakkaði fanga- vörðurinn þetta boð með vinsamlegu bréfi fyrir sína eigin hönd og Ingólfs, en mæltist um leið til þess, að stjórnar- nefndin leitaði fyrir sér um dvalarstað handa Ingólfi, ef hann yrði laus látinn, meðan fangavörður væri sjálfur að leita fyrir sér annarsstaðar. — Seinni partinn í október svaraði stjórnarnefndin á þá leið, að henni hefði eigi tekist að finna slikan dvalarstað og bað um ítarlegri upplýsingar viðvíkjandi aðhlynningu sjúkra á fangahúsinu, heilsufari Ingólfs og því, hvort hann myndi flutningsfser, ef til kæmi. Fóru enn bréf milli fanga- varðar og nefndarinnar í svipaða átt og að ofan greinir, en fullnaðarsvar við fyrgreindum spurningum, eftir ítrekaða beiðni ritara, kom eigi fyr en seinustu vikuna I janúar (dags. 20. þ. m.). Var það á þá leið, að Ingólfur yrði að vera á sjúkrahúsi, að gefa þyrfti honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.