Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 168
144
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
FIMTI FUNDUR
Fimti þingfundur var settur kl. 10. f. h.
25. febr. í Goodtemplarahúsinu.
Fundargerð fjórða fundar lesin upp
og samþykt í einu hljóði.
í fundarbyrjun bárust þinginu þær
fréttir að séra Guðmundur Árnason að
Lundar hefði látist um nóttina. Óskaði
forseti þess að þingheimur stæði á fæt-
ur og mintist hins látna vinar og starfs-
bróður í djúpri þögn. Þetta var gert. J. J.
Bíldfell lagði til og Á. P. Jóhannson
studdi að þingið kjósi þriggja manna
nefnd til þess að semja og senda sam-
úðarskeyti eða bréf til ekkju og vensla-
fólks séra Guðmundar. Var tillagan
samþykt og þessir kosnir: Forseti, vara-
forseti og ritari.
Mrs. G. Árnason and family,
Lundar, Man.
The Icelandic National League as-
sembled in annual convention extends
to you deepfelt sympathy in your be-
reavement. We mourn the loss of our
esteemed and highly valued fellow
member of our organization.
The Icelandic National League,
Richard Beck, President
S. J. Jóhannesson, Sec.
V. J. Eylands, Vice-Pres.
Þá var nefndarálit útbreiðslunefndar
lesið af Sveini Thorvaldsyni:
Útbreiðslunefndarálit
Við undirrituð, sem útnefnd vorum til
þess að semja álit til athugunar á þing-
inu um útbreiðslumál, leyfum okkur að
leggja til:
1. Að þingið lýsi ánægju sinni yfir
miklu og velunnu starfi, sem forseti og
framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins
hefir unnið á síðastliðnu ári, með stofn-
un deilda, ritgerðum og stuðningi
kenslumála. Ennfremur endurtekur
þingið þakklæti sitt til íslensku blað-
anna fyrir veitta velvild og stuðning
þjóðræknismála á árinu.
2. Að þingið lýsi ánægju sinni yfir
vaxandi áhuga fyrir íslenskukenslu á
árinu, og felur væntanlegri stjórnar-
nefnd að gangast fyrir því að sú kensla
sé aukin og efld í sem allra flestum
bygðum Islendinga. Ánægjulegt sé að
aðstæður hafi mikið batnað með því að
fengist hafa nothæfar kenslubækur frá
Islandi, sem nefndin leggur til að laug-
ardagsskólum séu veittar að láni endur-
gjaldslaust, eftir þörfum.
3. Samkvæmt skýrslum, sem komið
hafa fram frá nokkrum deildum á þessu
þingi, er það ljóst, að starfsemin hefir
farið þverrandi hjá allmörgum þeirra, og
finst nefndinni að þar sé um svo alvar-
legt atriði að ræða, að fram hjá þvi megi
ekki ganga. Leggur nefndin því til, að
væntanleg stjórnarnefnd sjái um að eins
hæfur maður og völ er á, verði sendur
þeim deildum til aðstoðar og uppörfunar
sem hér eiga hlut að máli.
4. Einnig leggur nefndin til að vænt-
anlegri stjórnarnefnd sé falið að leggja
sérstaka áherslu á stofnun nýrra deilda.
Winnipeg, 23. febrúar 1943.
Sveinn Thorvaldson
Marja Björnson
J. J. Bíldfell
W. G. Hillman
Th. Bardal
H. Hjaltalín lagði til og sr. P. M. Péturs-
son studdi að nefndarálitið sé tekið fyrir
lið fyrir lið. Samþykt. Þessir sömu menn
lögðu til að fyrsti liður sé samþvktur
breytingalaus. Samþykt. Á. P. Jóhann-
son lagði til og Mrs. E. P. Jónsson studdi
að kenslubækurnar að heiman séu lán-
aðar fyrir örlítið gjald og málinu sé að
öðru leyti vísað til komandi stjórnar-
nefndar. Sveinn Thorvaldson vildi láta
lána bækurnar endurgjaldslaust og tal-
aði fagurlega í því sambandi. Þriðji
liður var loks samþyktur óbreyttur. Þess
var getið i fjórða lið að félagslíf hefði
viða verið dauft eftir skýrslum að dæma.
Er það lagt til að komandi stjórnar-
nefnd útvegi góðan og hæfan mann til
þess að lífga deildirnar og aðstoða þ*r-
Sömuleiðis að stofna nýjar deildir þar
sem því verði við komið.
Mrs. S. E. Björnson lagði til og Elías
Elíasson studdi, að þessi liður sé sam-
þyktur óbreyttur. Samþykt.
Sveinn Thorvaldson lagði til og G. J-
Jónasson studdi að nefndarálitið se