Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 169
ÞINGTIÐINDI
145
samþykt í heild sinni. Samþykt.
Þá las Mrs. E. P. Jónsson upp álit
fræðslumálanefndar; var það bæði
snjalt og alllangt en sérstaklega rót-
t®kt og þýðingarmikið. Álitið var í
fjórum liðum. Þar er tillaga um ger-
^reyting og yfirgripsmikla aðferð í
kenslumálum vorum. Séra V. J. Eylands
Jagði til og G. J. Jónasson studdi að álit-
sé rætt lið fyrir lið. Var það samþykt.
Séra V. j. Eylands lagði til og Mr. Hill-
man studdi að fyrsti liður sé samþyktur.
Sú tillaga samþykt. Mrs. S. E. Björnson
lagði til og G. J. Jónasson studdi að
annar liður sé samþyktur. Það var sam-
Þykt. Dr. Björnson lagði til og Mr. Hill-
man studdi að þriðji liður sé samþyktur.
Hann var samþyktur. Ólafur Pétursson
lagði til og Mr. Marvin studdi, að fjórði
kður sé samþyktur. Sú tillaga samþykt.
Álit frœðslumálanefndor
1- Þingið tjáir þakkir sínar milli-
Þinganefnd í fræðslumálum fyrir henn-
góða starf í sambandi við útvegan
Lssbókanna frá íslandi.
2. Þingið leggur til að skipað verði
fimm manna fræðslumálaráð eða Ad-
visory Council, sem starfi í samráði við
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins. Aðal
klutverk þessa fræðslumálaráðs verði
Það að stuðla að því að skipuleggja ís-
enska fræðslustarfsemi í bygðum vor-
Um, og halda lífrænu sambandi við alla
pkkar Laugardagsskóla og alla þá er
ls enpkukenslu hafa með höndum og
engja þannig i stórt kerfi öll vor fræð-
s hmál á líkan hátt og gert er í menta-
malum fylkisins.
• Þingið gefur væntanlegu fræðslu-
alaráði eftirfylgjandi bendingar í sam-
andi við starf þess:
Á næsta ári munu skólarnir hafa
lokkaðar (graded) lesbækur, svo nú
Seta börnin útskrifast bók úr bók eða
e^k úr bekk á líkan hátt og í alþýðu-
skólunum, og geta þannig fundið að
Pau eru á framfara vegi í íslensku
nami sínu.
ia) Æskilegt væri að fræðslumála-
lð semdi námsskrá eða Programme
e Studies fyrir hvert skóla ár og sendi
Um skólunum í byrjun skólaársins
— skrá yfir það sem ætlast er til að
börnin læri í hverjum bekk; hvaða
bækur skuli lesnar; hvaða kvæði
skuli læra; hvaða söngva skuli kenna;
upplýsingar um það hvar hægt sé að
útvega hitt og annað sem til kensl-
unnar þarf; hvenær próf skuli haldin
o. s. frv.
(b) Æskilegt væri að halda árleg
próf, munnleg og skrifleg, sérstaklega
fyrir börnin i efri bekkunum og myndi
fræðslumálaráðið semja verkefnin. Þá
myndi það vekja áhuga, ef fræðslu-
málaráð gæti stofnað til verðlauna
fyrir þau börn sem ná hæstu einkunn
i vissum bekkjum, svo sem 4, 8 og 11
bekk.
(c) Æskilegt væri að fræðslumála-
ráðið sendi yfirlitsmann í heimsókn til
hvers skóla á hverju ári, sem gæfi
kennurum og foreldrum leiðbeiningar
og stuðning í starfinu.
(d) Þá myndi það vekja áhuga ef
börnum, sem skara fram úr í skólun-
um, væri boðið til Winnipeg um þing-
tímann til þess að taka þátt í Þjóð-
ræknisfélags samkomunni.
4. Þingið hvetur deildir til þess að
stofna unglingadeildir.
25. febrúar 1943.
Ingibjörg Jónsson
Thorarinn Marvin
Mrs. H. W. Sigurgeirson
Mrs. J. E. Erickson
Þá kom á þingið Einar Páll Jónsson
ritstjóri Lögbergs og ávarpaði þingheim.
Mintist hann hins nýlátna skálds Arnar
Arnarsonar á Islandi og æskti þess að
endaðri ræðu sinni að þingheimur risi
á fætur og stæði um stund i djúpri þögn
til virðingar við nafn hins látna vinar
Vestur-íslendinga. Þetta var gert. —
Fimta þingfundi slitið.
SJÖTTI FUNDUR
Sjötti þingfundur var settur kl. 2 e. h.
25. febrúar i Goodtemplarahúsinu.
Fundarbók fimta fundar lesin upp og
samþykt í einu hljóði.
Þar næst fóru fram kosningar embætt-
ismanna.
Útnefningarnefnd lýsti því yfir að