Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 170
146
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
núverandi ritari sæi sér ekki fært að
taka endurkosningu sökum anna; að
öðru leyti lagði hún til að nefndin yrði
endurkosin; í stað núverandi ritara
stakk útnefningarnefndin upp á J. J.
Bíldfell. Kosningar fóru sem hér segir:
1. Forseti, prófessor Richard Beck, end-
urkosinn.
2. Vara-forseti, séra V. J. Eylands, end-
urkosinn.
3. Ritari, J. J. Bíldfell.
4. Vara-ritari, Mrs. E. P. Jónsson, end-
urkosin.
5. Féhirðir, Á. P. Jóhannson, endurkos-
inn.
6. Vara-féhirðir, Dr. S. E. Björnson, end-
urkosinn.
7. Fjármálaritari, Guðmann Levy, end-
urkosinn.
8. Vara-fjármálaritari, Sveinn Thor-
valdson, endurkosinn.
9. Skjalavörður, Ólafur Pétursson, end-
urkosinn.
1 útnefningarnefnd voru þessir kjörnir:
Guðmundur E. Eyford
Hjálmar Gíslason
Dr. S. J. Jóhannesson
Hjálmar Gíslason las upp nefndarálit
bókasafnsnefndarinnar. Var hún í
þremur liðum. Fyrsti og þriðji liður
voru samþyktir en öðrum lið visað til
fjármálanefndar.
Bókasafnsnefndar ólit
1. Nefndin álítur að bókasafn félags-
ins hafi verið vel starfrækt af deildinni
Frón og leggur til að samningum við
deildina sé haldið áfram.
2. Á síðast liðnu ári hefir safninu lítið
bætst af nýjum bókum, mest vegna
þeirra örðugleika sem nú eru á sam-
göngum milli landa. Aðalfélagið lagði
þó fram $100 til að kaupa nýjar bækur
frá islandi og hafa bækur þegar verið
pantaðar, en eru eigi komnar. Nefndin
leggur til að félagið verji sömu upphæð
til að kaupa bækur frá Islandi á yfir-
standandi ári. Samkvæmt skýrslu
bókavarðar hafa 4,500 bækur verið lán-
aðar út úr safninu síðast liðið ár. Má
af því sjá að áhugi fyrir lestri islenskra
bóka er engu minni en áður.
3. Ennfremur vill nefndin, að nýju,
minna á, að æskilegt sé, að þegar ís-
lendingar sem búsettir eru víðsvegar í
Ameríku og eiga yfir góðum bókum að
ráða, en þurfa ekki lengur á að halda,
sendi slíkar bækur til bókasafns Þjóð-
ræknisfélagsins, því til eflingar, en til
varðveislu bókunum.
Hjálmar Gíslason
Árni Brandson
J. J. Bíldfell
Þá voru tekin fyrir ný mál. Sigurður
Baldvinsson bar fram þá beiðni að
framkvæmdarnefndin reyndi að fá 100
uppdrætti af íslandi (kort). Nefndin
lofaðist til að leita fyrir sér um þetta.
Mr. Bardal frá Wynyard kvaddi sér
hljóðs og gat þess að efnilegur íslenskur
piltur væri nú að læra söng í New
York, Birgir Halldórsson að nafni. —
Kvaðst hann hafa hugmynd um að hann
mundi þurfa á einhverri aðstoð að halda
fjárhagslega. Ritari gat þess að hann
hefði í morgun fengið bréf frá móður
Birgis; hafði hún heyrt ávæning af ÞV1
að samskotaleitun mundi vera á ferðinm
fyrir hann. En hún bað þess að því yrS1
hætt fyrir þá sök að Birgir væri betur
staddur nú en hann hefði verið og þar að
auki mundi Thor Thors aðalræðismaður
i Washington vera í samningum vl®
stjórnina á íslandi um það að veita hon-
um einhvern talsverðan námsstyrk. Á. P-
Jóhannson skýrði frá því að Grettir rseð-
ismaður Jóhannson hefði skrifað kenn'
ara Birgis til þess að vita hvernig námiS
gengi og hvernig hann kæmi sér þaf
eystra. Bað hann forseta að lesa bréf
ræðismannsins og einnig svarið. Forseti
gerði það. Var í svarinu framúrskarandi
lofsorði lokið á Birgi bæði fyrir hsefi'
leika hans og prúðmensku. Kvað J°'
hannson þetta mjög gleðilegt, ekki ein-
ungis fyrir móður piltsins, heldur einnig
fyrir alla Islendinga. Á. P. Jóhannson
lagði til og Mr. Bardal studdi að málið
sé lagt yfir til óákveðins tíma. Það val
samþykt.
Þá stóð Mr. M. Hjaltalín upp og vakt1
máls á því að í sinni bygð þætti Þa .
heppilegra að Þjóðræknisþingið y8611
haldið á sumrin. Mr. Hillman lagði t1