Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 12

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 12
10 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA mílna fjarlægð, þá er lítill efi, að margan annara þjóða mann hefði fýst að festa sér land á vatnsbakk- anum innan nýlendunnar, ef gild- andi samningur hefði ekki bannað, og án þess samnings hefðu engin ráð verið til að korna í veg fyrir tungumáls- og þjóðablöndun þegar í upphafi. Þetta sýndi sig berlega, þegar þar kom, að samningurinn var numinn úr gildi, svo annara þjóða mönnum var frjálst að festa sér land hvar sem þeim sýndist, innan takmarka nýlendunnar. Það væri að bera í bakkafullann lækinn, að fara hér að setja sam- an nýtt ágrip af Landnámssögu Nýja íslands. Þeir söguþættir eru nú orðnir svo margir og fyllilega ábyggilegir fyrir sagnaritara síðar meir, að ný frásögn yrði bara gagnslaus endurtekning þess, er aörir hafa sagt áður. Tilgangur- inn með þessum línum er sá einn, að rifja upp endurminningar um svip nýlendunnar, eins og hún kom þeim fyrir augu, er þangað náðu nálægt haustnóttum 1876, — að rifja upp endurminningar um fyrstu sporin, fyrstu handtökin, fyrstu erfiðleikana og fyrstu harm- ltvælin, er biðu þeirra. Og þetta yfirlit er sett hér fram í þeirri von, að sem flestir þeirra, sem þar voru í upphafi, og sem enn eru á lífi, finni hvöt hjá sér til þess, að segja frá sínum endurminningum. Sé það sögu og framtíð lítill eða eng- inn hagur, þá er það samt, eða ætti aö vera, ljúft verk og skemtilegt, að segja frá markverðustu viðburð- unum, sem gerðust á vegum þessa eða hins, og í þeirra nágrenni, og að bera saman Nýja ísland nú og fyrir 49—50 árum, þegar frum- byggjarnir litu það vonaland sitt í fyrsta sinni. En svo er það nú ó- tvíræð skoðun allmargra manna, að í sögulegu tilliti sé ekki í augna- blikinu á öðru brýnni þörf, en á al- varlegri tilraun til að safna endur- minningasögnum allra fróðleiks- manna, sem heimili höfðu í nýlend- unni á fyrstu árunum. Og efstir á blaði, að því er það ætlunarverk snertir, eru að sjálfsögðu frum- byggjarnir, sem þar hafa búið frá upphafi bygðar, sem á örvænting- arárunum stóðu þar eins og “klett- ar úr hafinu”, og létu aldrei hug- ast, þó skortur og þrengingar kreptu að á alla vegu, og þótt drep- sótt og flóð geisuðu yfir nýbygðina þvera og endilanga, með ógn og dauða. Þessir mikilsverðu öldung- ar eiga og geyma óefað grúa af endurminningum, sem sögulega þýðingu hafa, ef ekki nú þegar færðar í letur, þá í minni sér, og í þær sagnir þarf að ná á meðan dagur er á lofti. Mieð þær sagnir, þær heimildir við hendi, samhliða söguþáttunum, sem birtir hafa verið á ýmsum tím- um, og sem birtast kunna á kom- andi árurn, geta þá sagnaritarar samið verðmæta og viðfeldna sögu Nýa íslands og Vestur-íslendinga. En á,n þeirra sagna verður hún meira og minna sundurlaus, því þrátt fyrir ágæti söguþáttanna flestra, sem birtir hafa verið, hafa þeir alt of lítið að geyma af end- urminningum frumbyggjanna, og séu þær ekki færðar í letur nú þeg- ar, og annaðtveggja hirtar á prenti eða geymdar í óhultu skjalasafni, er hætt við, að erfitt veiti að safna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.