Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 19
HUGLEIÐINGAR UM NÝJA ÍSLAND
17
S
V
sig sjálft, að samræður gátu varla
verið fjörugar, þegar grimmasta
alvara grúfði yfir allra liuga, og
sumstaðar autt sæti þess ástvin-
arins, er máske mátti sízt missa
við, sem fyrir svo stuttri stund
kom til nýja landsins hraustur og
hress með björtustu framtíðarvonir
í brjósti, en sem nú hvíldi í nýtek-
inni gröf......En svo kom svefn-
tíminn með hvíld og endurnæringu,
og nýr starfsdagur fylgdi fast á
eftir.
* * *
Og svo kom nú vorið, hagstætt
og blítt og bjart, og glæddi nýja
lífslöngun, nýtt þor og nýjan þrótt
til starfsemi og framsóknar. Von-
uðu nú allir, að gott eitt byggi í
framtíðinni, að upp væri nú kom-
ið á örðugasta hjallann, og að meö
samtökum og samvinnu tækist á
stuttri stund að ryðja svo skógi
frá húsum, að jörðin gæfi af sér
einhverja uppskeru. Á því var líka
þörf, því alt til þessa urðu þeir, er
efnalausir voru, að treysta einvörð-
ungu á stjórnarlán, sér og sínum
til lífsframfærslu. Undireins þeg-
ar ísa leysti svo frá fjörusandi, að
netstúf yrði varpað í víkina, fékst
oftast einhver björg úr vatninu,
og allur fiskur var þá góður fiskur.
Nú var og tekið til að stinga upp
jörðina og gera kartöflugarða á
milli stofnanna, heima við húsin,
og flestir fengu furðanlega góða
uppskeru af svo illa undirbúinni
jörð.
Með vorinu kom frumstjórn ný-
lendunnar til sögunnar, lieimafeng-
in og alíslenzk stjórn, er annaðist
um öll almenn mál í héraði, á líkan
hátt og sveitarstjórnir alment gera.
Var þar stígið stórt spor og bráð-
nauðsynlegt til umbóta og heilla.
Framvegis vissu nú allir, hvert
leita skyldi, þegar leysa þurfti úr
vandamáli, eða finna ráð til þess
að framkvæma eitt eða annað bú-
endum og bygðinni til hagsmuna.
Og alment var það álitið, að vel
hefðu verið valdir menn í þessa
fyrstu stjórn, — reyndir menn og
ráöhollir, sem æfinlega voru búnir
og boðnir til að leiðbeina einstak-
lingnum og aðstoða hann eftir
föngum, ekki síður en þelr reynd-
ust sívakandi fyrir öllum velferðar-
málum sveitarinnar í heild sinni.
Nú var líka fullgerð brautin urn
skóginn eftir endilangri nýlend-
unni, norðan frá Fljóti og alla leið
til Netlulækjar, en þaðan voru þá
bara 10—12 rnílur til Selkirk og
þær greiðfarnar. Hér var virkileg
umbót og öllum sýnileg, því nú var
þó ratljóst á landi, hvert sem fara
skyldi meðfram ströndinni og í
grend við hana. Með köflum var
brautin auðvitað allsendis ófær ak-
vegur að sumri til, einkum um flóa-
flæmin fyrir sunnan nýlenduna, og
yfirleitt var hún illfær sumarveg-
ur, og það um margra ára skeið,
því vegabætur voru seinfengnar en
brautin þurftarfrek. En landveg-
ur var þetta samt og slarkfær
göngumönnum á öllum tímum árs.
enda kom hann mörgum lausgang-
andi manni að góðu haldi frá upp-
liafi, því bátar voru ekki æfinlega
við hendina og langt frá því að
vatnið væri ætíð ugglaus farvegur
á smábát. Á vetrardegi aftur á
móti, eftir að snjór var kominn,
var brautin greiður og góður al-
faravegur, og svo mjög fanst
ferðamönnum öllum til um veðra-
L