Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 21
HUGLEIÐINGAR UM NÝJA ÍSLAND
19
glumdi í skóginum, einkum þó í
ljósaskiftunum, á seinasta sprettin-
um, frá Kjalvík norður að Gimli,
og enda pósthestarnir hertu þá
ferðina ótilkvaddir, rétt eins og þeir
einnig vissu, að gististöðin var í
nánd.
Þeir sem aldrei ferðuðust til Nýja
íslands að vetrarlagi, á þessu tíma-
bili, geta ekki gert sér hugmynd
um, hve undra skemtilegt það
ferðalag var. Það var eitthvað við
það svo frjálslegt og yfirlætislaust.
Hér voru íslendingar einir á ferð,
og um íslenzka nýlendu, þar sem
gleðilegt viðmót og hlýtt handtak
mætti ferðafólkinu á öllum við-
komu og gististöðum, því allir
þektu alla. Vitanlega eru fólks-
vagnar á járnbraut rúmmiklir, hlý-
ir og þægilegir, en hálf þumbara-
legt er þar sarnt stundum. Þar húk-
ir hver maður þögull í sínu liorni,
oftar en ekki, af því að þar þekkir
enginn annann nema fyrir tilvilj-
un, en hver um sig finnur til þess,
að með þessum eða hinum á hann
fátt eða ekkert sameiginlegt. ís-
lenzki ferðamannahópurinn á sleð-
anum aftur á móti átti alt það sam-
eiginlegt, sem mest stuðlar til glað-
værðar á samferð, þ. e. þjóðerni,
sögu, ljóð og mál. Það var þess
vegna létt verk, og undireins sjálf-
sagt að reka þögn og þyrking á
dyr, en setja samhygð og gleði í
öndvegi.
En nú eru póstsleða-ferðalögin,
svo frí og frjáls og gleðirík, löngu
síðan enduð, og sjást ekki framar
á brautum Nýja íslands. Alt þetta
er horfið, alt varð að víkja fyrir
tröllavélinni, sem, með langa vagn-
Iest í taumi, brunar um þessar slóð-
ir með dunum og dynkjum, og svo
þungstíg, að harðvellisgrundin titr-
ar.
í augum þeirra, sem ekki þektu
neitt til í Nýja íslandi á fyrstu ár-
unum, er ef til vill flest af því, sem
þar gerðist á þeim tíma, smámunir
einir, varla þess virði að festa í
minni og því síður að færa í letur.
Það er afsakandi. Þeir sem ekki
sáu nýlenduna fyrir en 15—25 ár-
um eftir að bygð var hafin, sáu vit-
anlega engin vegs ummerki þeirra
þrenginga og þeirrar neyðar, sem
frumbyggjarnir liðu, eða þeirra
hörmunga er tveir fyrstu vetrarnir
höfðu í för með sér.
En í augum þeirra, sem þar voru
lengri eða skemri tíma á fyrstu ár-
unum, sem sáu og reyndu eitthvað
af sársaukanum, sem þeim árum
fylgdi, — í þeirra augum hefir það
tímabil alt annað útlit. Og þegar
þeir nú, við lok fimtíu áranna, líta
í svip yfir farinn veg, þá finst þeim
að fyrstu árin í nýja landinu séu
■að mörgu leyti markverðustu árin
á æfinni, svört og sorgleg að vísu,
en svipstærri og atburðaríkari en
flest þeirra er á eftir fylgdu.
Þess vegna er þeim þá meira en
lítil nautn í að sitja við arineld sinn
á langdregnu skammdegiskvöldi,
og, eins og indverskur töframaður,
láta reykjareiminn upp af glæðun-
um framleiða glóbjartar og glögg-
ar myndir af Nýja íslands strönd-
inni, af svipmestu atburðunum, er
þar gerðust á löngu liðnum árum,
og af góðvinum öllum og göfug-
mennum, sem þá voru á ferli á
þessum hugþekku, gömlu og góðu
slóðum, en sem nú eru ekki lengur
samferðamenn.
¥ # ¥