Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 28
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
glóir svo bjart lengst framundan,
en sem næst æfinlega reynist aö
vera mýrarljós.
h- * *
Vitanlegt er það, að þær bygðir
íslendinga, sem fremst standa í
efnalegu tilliti, þurfa enga aðfengna
liðveizlu, í þessu efni eða öðrum.
“Heilir þurfa ekki læknis við”. Þær
happasælu bygðir hafa heldur ekki
verið hafðar í huga í sambandi við
framanritaðar athugasemdir-. Þó
engin bygð hafi verið nafngreind í
því sambandi,, þá er máli vikið að
þeim bygðum einum, sem skemmra
eru á veg komnar, sem ýmsra or-
saka vegna eiga örðugra uppdrátt-
ar, og sem þess vegna rnega
sízt missa uppvaxandi lýðinn frá
lieimilisstörfum. En það gefur að
skilja, að brottfararlöngun æsku-
lýðsins er einmitt mest og tilfinn-
anlegust í einmitt þeim bygðum.
Þær bygðir liafa þörf á aðfenginni
liðveizlu, á styrk og fylgi þeirra
þjójðvina, sem betur mega, sem
betur þekltja til þeirra uppfyndinga,
sem miða til að færa sveitirnar í
náið samband við umheiminn, og
við samkvæmisgleðskap í fjarlæg-
um borgum. Tækist þeim þjóðvin-
um þá að uppgötva ráð til þess, að
allir, er vilja, geti án teljandi kostn-
aðar, notið sem flestra þeirra þæg-
inda og þeirra skemtana, sem ó-
sjálfrátt færa nýtt fjör í þreyttar
taugar, og sem örfa hug eldri
manna sem yngri til framsóknar, þá
liyrfi að mestu sárasta brottfarar-
löngunin úr huga einhverra ung-
linganna, sem á heyrðu. Og þá er
mikið unnið, ef lífsnautn unga
fólksins verður að einhverju leyti
fullnægt heima í sveitinni.
En nauðsynlegt, eins og er að
draga, sem mest má, úr burtflutn-
ingi unga fólksins, þá er engu síð-
ur áríðandi að stuðla til umbóta
og framfara á allan hátt, í sveit-
unum yfirleitt, auðvitað með sér-
stöku tilliti til þeirra sveita, sem ís-
lenzkastar eru, og það er tvímæla-
lítið, að þar er Nýja ísland efst á
blaði. Sjálfsagt má gera ráð fyrir,
að ýmsum virðist goðgá næst, að
mæla með Nýja íslandi sem geð-
þekkum nútíðarbústað. Það er
ekki mót von, þv1' rótgróin virðist
sú venja orðin, að finna sem flest
og mest að öllu, sem þá nýlendu
snertir. Auðvitað eru tvær hliðar
á því máli, eins og öðrum. En það
eru engin tök til að ræða það hér,
enda þýðingarlítið.
Það er rétt og satt, að nýlend-
an er óhentug til kornyrkju, að
undanteknum töluverðum hluta
Pljótsbygðar og vestur þaðan, en
svo er það jafnsatt, að óvíða er völ
á betra kvikfjárræktarlandi heldur
en í nýlendunni og á öllu svæðinu
vestur þaðan alt til Manitobavatns.
Og sé kvikfjár- og alifuglarækt
stunduð með sömu kostgæfni og
akuryrkjan útheimtir, þá er sú
búnaðaraðferð engu síður arðber-
andi en hveitiræktin. En það sem
sérstaklega mælir með öllu þessu
svæði, er aístaðan og samgöngu-
færi. Um þéssa 40 rnílna breiðu
rönd, milli stórvatnanna, liggja
fjórar járnbrautir frá Winnipeg,
með 9—10 mílna millibili. Hvar
sem er á því svæði getur því eng-
inn búandi verið meira en 5 mílur
frá járnbraut. Og hvergi úr Nýja
íslandi er vegalengdin með járn-
bi'aut meira en rúmar 80 mílur til
Winnipeg. Engin íslenzk bygð í