Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 31
JL-atmíf ú,t laimdli
Eftir Giiftmiinri Fritíjónssou.
Eg hefi komist svo hátt í veröld-
inn. að vera flokkstjóri við brautar-
gerð og haft yfir að ráða sex mönn-
um eina vortíð. Vegarspottinn,
sem við lögðum, þokaðist áfram,
þó hægt færi, unz við stóðum and-
spænis kirkjustað. Og var þessi
þjóðleið rudd og hlaðin skamt frá
túngarðinum að Hofi.
Þetta vor var þurviðrasamt, og
sótti þorsti á verkamennina — og
leti. Yngsti maðurinn, sem vann í
mínum flokki, bar sig verst og þótti
mér hann vinna með hangandi
höndum allar stundir.
Hann hét Eyþór.
Sumir verkamennirnir í flokki
mínum voru lúnir barnamenn,
rosknir að aldri, og þótti mér harð-
neskjulegt að ýta undir þá, þegar
svo bar við, að þeim gerðist örðugt
vegna þreytu. Eg þekti lúann af
eigin reynd, og gat vorkent slitnum
mönnum það erfiði, sem tutlaði í
hverja taug líkamans. En mér þótti
ungi maðurinn fær um að drýgja
dáð og skyldugur til að vinna fyrir
kaupinu sínu slindrulaust, og lét eg
hann hafa brýningarnar smám
saman, þegar liann hékk yfir
verkinu, eða stóð og masaði við
stallbræður sína.
Hann tók jafnan vel aðfinslum
mínum og brosti liálft í hvoru
kæruleysislega:
“Já, verkstjóri góður, eg fer nú
að lierða mig, sjálfsagt að vinna vel
og svikalaust fyrir föðurlandið.
Ungir menn eiga að vaka og vinna
og hlýða skyldunni, og láta sér fara
fram.”
En hann herti sig aldrei.
Þannig liðu dagarnir fram að
Jónsmessu.
Eitt laugardagskvöld fóru allir
flokksmenn rnínir heim til sín, nema
Eyþór. Við bjuggum í tjaldi og urð"
um nú tveir einir náttlangt.
Þegar við vorum þarna í næðinu,.
hugsaði eg mér að tala við ungling-
inn um annað en daginn og veginn,
ef svo mætti verða, að hann vaknaði
af dvala letinnar, þá eða síðar. Eg
sat að kvöldverði mínum í tjaldinu.
En hann lá við matinn. Eg leit við
honum og mælti:
“Þá erum við nú að þumlungast
framhjá kirkjustaðnum hérna, Ey-
þór! Og þegar við komumst yfir
leitið liérna, þá hverfur kirkjan —
liverfur okkur í bráðina.”
Hann brosti kæruleysislega og
mælti:
Kirkjan sú arna, jú, hún gengur
undir, og það gerir nú lítið til. Mér
væri sama, þó að eg sæi hana aldrei
framar.”
“Þú ættir þó að sýna þessum
kirkjustað dálitla rækt, Eyþór!”
“Því þá það, því þá þessari
kirkju? Mér er sama um allar kirkj-
ur veraldar. Það veit trúa mín og
heilög hamingja.”
“Þér ætti ekki að vera sama um
kirkjuna hérna, Eyþór; þú átt ítak
í hennar garði, skal eg segja þér.”'