Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 33
LAUF ÚR LANDI MINNINGANNA
31
láta þá dauðu vera ókrufða. Nú
•er kaffið lieitt.”
“Þú segir nú það, Eyþór litli. En
eg segi hitt, að allar rætur okkar
menningar eru hjá liðnu tíðinni, en
hitt er rétt, að blómið á henni vex
og á að springa út í dag og á morg-
un. Og það sá amma þín og það
viðurkendi hún. Stundum lét hún
í ljós, að hafa þyrfti morgundag-
inn í huga. Og víst vildi hún vanda
verkin sín svo, að þeirra yrðu not i
framtíðinni. Því var það, að band-
ið, sem hún spann, og þráðurinn,
var haldbetri vara en það hand og
sá þráður, sem vélarnar afkasta.”
“Eg vænti þess!”
Eyþór mælti þessi þrjú orð í þeim
tón, að auðheyrt var, að hann tók
undir við mig rétt til málamyndar.
“Og svo þetta, hvað amnia þín
var iðjuhneigð. Hún undi sér ekki
iðjulaus, stundinni lengur. Hún
hafði yndi af starfinu; tókstu eftir
þessu, drengur, að hún Þórey
amma þín hafði yndi af vinnunni.
Hún vann ekki með hangandi
hendi. Æfinlega var hún fyrst á
engið og af því síðust; sú var nú
húsbóndaholl. Hún þurfti ekki að
leita að hrífunni sinni; hafði hana
á afskektum stað, og braut aldrei
hrífu, var þó sterk og á'takagóð,
þegar þess þurfti. Og sá rakstur,
ekki strá eftir, þar sem hún rakaði
ljá eða flekk. Og alla flekki vildi
hún hafa rétthyrnda og alla fanga-
flokka raðajafna. Eg man það vel.
að liún bar oft föng langan spöl, til
að laga flokk eða flekk. Það var nú
vandvirkni, eða þá fegurðarsmekk-
ur, eða hvorttveggja.”
Eyþór leit upp í tjaldrisið og
mælti:
“Og hvað hafði hún upp úr trú-
menskunni og vandvirkninni?
Hafði hún nokkuð hærra kaup en
hinar, sem miður gerðu? Eða var
henni þakkað fyrir?”
Hún hafði það upp úr krafstrin-
um, hún amma þín, að eftir henni
var sózt frá beztu bæjum, og svo
hafði hún meðvitundina um vel
unnið starf, þakklæti samvizku
sinnar.”
“Ekki spyr eg nú að því,” mælti
Eyþór, “þeim laununum. Það gat.
gengið á þeim árum, en nú er öld-
in önnur. Nú er um að gera að fá
hátt kaup og verða þó ekki lúinn.
Amma hefði lært stafrofið það, ef
hún hefði nú lifað.”
“Ó-nei, drengur minn, hún var
ekki þannig gerð, og svo var hún
föst fyrir, að eðlisfari og af tamn-
ingu, að hún varö ekki uppnæm
fyrir tízkuþyt eða þessháttar golu-
kasti.”
Eyþór rendi kaffi í bollann og
bragðaði sopann.
En kaffið var logandi heitt, og
hann gretti sig.
“Jæja þá, en því búnaðist ömmu
ekki meðan hún bjó, fyrst hún var
svona vel verki farin?”
“Þá sögu kann eg ekki að segja
þér, Eyþór. En eg held að hún
hafi átt lítilsháttar mann, þótt und-
arlegt væri um svo mikilsháttar
konu. Það atvikast svona stund-
um, þó undarlegt megi virðast, að
úrvalskonur lenda hjá úrþvættis-
mönnum. Hún talaði aldrei um
bónda sinn, og á því þóttist eg
skilja, að hún hafi ekki litið upp til
hans. Annars var hún einstaklega
fáorð og lét ekki vaða ofan í sig.”
“Og livað er nú til marks um
það?” spurði Eyþór.
“Margt gæti eg sagt þér af þag-